fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fjölskylda konunnar sem lést eftir „lífslokameðferð“ fær ekki réttargæslumann – Ætla að sækja rétt sinn til Evrópu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 21. október 2021 15:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur konunnar sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja haustið 2019 fá ekki notið aðstoðar skipaðs réttargæslumanns. Héraðsdómur úrskurðaði að svo skyldi vera 13. október síðastliðinn og staðfesti Landsréttur þann úrskurð nú í vikunni.

Aðstandendur kærðu lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í upphafi þessa árs fyrir að hafa valdið dauða konunnar með framkvæmd lífslokameðferðar.

Í beiðni aðstandendanna til héraðsdóms færa þau rök fyrir því að þau séu brotaþolar samkvæmt skilgreiningu sakamálalaga. Vísa þau í greinargerð sinni, sem DV hefur undir höndum, meðal annars til kæru sinnar, rannsókn Embættis landlæknis sem leiddi til leyfissviptingar læknisins í málinu og Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem staða brotaþola er veitt þegar andlát verður vegna saknæmra mistaka eða vanrækslu sem hið opinbera ber ábyrgð á.

Í úrskurðinum umrædda segir að þó dómurinn geti „í mörgu“ tekið undir það sem fram kemur í beiðni aðstandendanna geti úrlausn dómsins ekki byggt á öðru en lögum. Vísaði dómurinn til fordæma úr Hæstarétti og lögskýringagagna og komst að þeirri niðurstöðu að brotaþoli, í skilningi þeirra laga, geti ekki verið annar en sá sem brot beinlínis beinist að. Þeirra á meðal séu ekki nánustu aðstandendur brotaþola.

Í samtali við DV segir Eva Hauksdóttir, dóttir konunnar sem lést á Heilbrigðisstofnuninni, að þau muni ekki una úrskurðinum og undirbúi nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Eva segir að málið snúist ekki um að fá greiddan lögmann frá ríkinu, heldur fylgir formlegri stöðu brotaþola ítarlegri aðgangur að upplýsingum, til dæmis um framgang rannsóknar á kæru fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum