fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 17. október 2021 12:15

Eyþór Laxdal Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, var á meðal fjögurra gesta í fyrri hluta Silfursins í morgun á RUV. Meðal annarra gesta Egils Helgasonar þáttastjórnanda voru þau Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri, Elín Hirst, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og blaðamaður á Fréttablaðinu og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Farið var um víðan völl í þættinum eins og DV greindi frá fyrr í morgun.

Sjá nánar: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NA kjördæmi

Eitt hefur þó án efa vakið athygli þeirra sem grannt fylgjast með pólitík, en Eyþór Arnalds tók í þættinum af allan vafa um framtíð sína í borgarpólitíkinni. Reyndar virtist í fyrstu sem að Elín hefði afhjúpað leyndarmál Eyþórs, þegar hún ræddi að sveitarstjórnarkosningar væru nú að bresta á og að Eyþór færi nú bráðum að taka slaginn.

En hafi verið einhver vafi um framtíð Eyþórs eftir orð Elínar, eyddi Eyþór þeim vafa þegar hann svaraði spurningu Egils um framtíð hans með skýrum hætti. Hann mun, að óbreyttu, sækjast eftir því að leiða áfram lista Sjálfstæðismanna í borginni.

Sagðist hann jafnframt gera ráð fyrir því að kosið yrði um sætið „með einhvers konar lýðræðislegum hætti.“

Benti Eyþór þá jafnframt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fellt meirihlutann í síðustu kosningum og verið stærsti flokkurinn í borginni með um 30% fylgi, Viðreisn hafi hins vegar komið inn í vinstri meirihlutann og tryggt honum þau sæti sem upp á vantaði.

Sjá má þáttinn í heild sinni á síðu RUV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum