fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. október 2021 21:30

Sigurbjörn Árni Arngrímsson - Skjáskot úr myndbandi RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri, prófessor, sauðfjárbóndi og íþróttalýsandi, greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrr á þessu ári. Sigurbjörn var gestur í útvarpsþættinum Sunnudagssögur á Rás 2 en þar ræddi hann um krabbameinið og fleira.

„Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið,“ segir Sigurbjörn í þættinum en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir þar sem hann hefur séð fólk í kringum sig láta lífið vegna svipaðra veikinda. Til dæmis lést maður sem hann þekkti sem var í sömu glímu við krabbamein. Sá maður lést sex vikum eftir að hann greindist og því hugsaði Sigurbjörn með sér hvers vegna hann ætti þá að sleppa. „En svo er hinn möguleikinn: Af hverju ekki?“

Þegar Sigurbjörn greindist fyrst með krabbamein fékk hann að heyra árangurssögur af fólki sem læknaðist af krabbameini frá mörgum. Þegar tíminn leið var hann svo minntur á að ekki allir eru jafn heppnir þegar kemur að svona veikindum.

„Núna er þetta svolítið nær og læknirinn var búinn að tala um það við mig að ég myndi taka meira eftir svona. Þegar vinir manns hafa farið og kona sem ég þekkti ágætlega þá fer maður að velta fyrir sér,“ segir hann í þættinum.

„Líkurnar á að ég verði gamall maður eru mjög mjög litlar“

Reglulega fer Sigurbjörn í rannsóknir þar sem skoðað er hvort lyfjameðferðin sem hann er í sé árangursrík. Sigurbjörn segir frá niðurstöðunum í hvert skipti á Facebook-síðu sinni en hann ákvað að deila þeim þar til að fækka símtölunum frá fólki.

Hann fer reglulega í skoðanir og þá er rannsakað hvort lyfjameðferðin sem hann er í beri árangur, hvort meinin í líkamanum minnki eða stækki. Í hvert sinn greinir hann frá niðurstöðunum á Facebook síðu sinni, nú síðast í vikunni þegar fregnirnar voru nokkuð jákvæðar.

„Þú færð fullt af hjörtum og lækum, svo reyni ég að sjá spaugilegu hliðina á þessu öllu,“ segir Sigurbjörn en húmorinn varðandi veikindin fær hann frá föður sínum sem lést úr krabbameini. „Því hvað á ég að gera? Líkurnar á að ég verði gamall maður eru mjög mjög litlar,“ segir hann.

Þá segir hann að fólk afneiti því hversu litlar líkurnar eru á að hann lifi þetta af séu. „Þegar fólk segir við mig: „krabbameinið veit ekki hvern það hitti þarna“, „ég þekki engan með meiri keppnisskap“ eða „þú ert svo jákvæður“ hugsa ég: Jói vinur minn dó í sumar og hann var ekkert neikvæður, hann var bara óheppinn.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurbjörn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu