fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Kynþáttafordómar og líkamsárás á bar í Háaleitishverfi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 06:34

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á bar í Háaleitishverfi. Þar kvaðst maður vera með brákaða tönn eftir að hann hafði verið sleginn í andlitið. Árásarmaðurinn sagðist hafa slegið hann einu sinni utan undir þar sem viðkomandi hafi verið með ítrekaða kynþáttfordóma í hans garð en árásarmaðurinn er dökkur á hörund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Einnig kemur fram að tilkynnt hafi verið um þjófnað úr læstu hótelherbergi í Miðborginni. Þaðan var stolið leikjatölvu og fjarstýringum.

Á tólfta tímanum voru höfð afskipti af tveimur mönnum í Garðabæ. Þeir eru grunaðir um neyslu/vörslu fíkniefna og þjófnað á reiðhjólum.

Klukkan tvö í nótt féll ung kona af vespu í Kópavogi. Hún var með verki í fæti og baki og var flutt á bráðadeild með sjúkrabifreið. Vespan var farin af vettvangi og vildi konan ekki veita neinar upplýsingar um hana eða ökumann hennar.

Á öðrum tímanum í nótt var  bifreið ekið á ljósastaur í Miðborginni. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var bifreið ekið á ljósastaur á Gullinbrú og af vettvangi. Lögreglan stöðvaði akstur tjónvalds skömmu síðar. Það var ung kona sem er grunuð um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hún var flutt á bráðadeild með sjúkrabifreið. Að lokinni aðhlynningu þar var hún vistuð í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í Breiðholti í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna