fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Svandís er ráðalaus: Leigutakinn borgar ekki og það eru einhverjir aðrir í íbúðinni – „Þetta er bara hústaka“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 21:45

Samsett mynd DV. Peningaseðlar og Vesturbærinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Bergmannsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við leigutaka. Einstaklingur sem tók á leigu íbúð sem hún á í Vesturbænum borgaði ekki leiguna um áramótin. Hann býr erlendis, að sögn Svandísar svarar hann ekki tölvupóstum frá henni, en í íbúðinni er fólk sem Svandís kannast ekki við.

„Þetta er bara hústaka í dag,“ segir Svandís í samtali við DV. Segir hún að það dýpki vandann að ekki var gerður skriflegur leigusamningur. Að hennar sögn var það að ósk leigutakans. Hann hafi síðan borgað fyrstu mánuðina og engin vandamál komið upp fyrr en um áramótin, þ.e. síðustu mánaðamót.

„Ég sem leigusali er bara ráðalaus. Veit ekki hvað ég get gert. Það er sex mánaða uppsagnarfrestur á samningi en ég er ekki viss um hver staðan er í dag. Ég get ekki farið fram á útburð hjá sýslumanni af því það er ekki til leigusamningur. Og löggan vill ekki gera neitt.“

Svandís á fleiri húseignir sem hún leigir út og segist hún lenda ótrúlega oft í vandræðum með leigjendur. „Það er um að gera að hafa skriflegan samning og tryggingu,“ segir hún og ætlar ekki að gera þau mistök aftur að leigja út íbúð samkvæmt munnlegum samningi.

Svandís ritar fyrirspurn vegna málsins í Facebook-hópinn Leiga, sem í eru yfir 60 þúsund manns. Þar eru skiptar skoðanir um hverjir séu möguleikarnir í stöðunni. Þeir sem eru vel að sér í húsaleigulögunum virðast þó hitta naglann á höfuðið. Bent er á að samkvæmt 10. grein laganna teljist þeir sem ekki hafa gert skriflegan leigusamning hafa gert „ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“

Ef leigandi greiðir ekki leiguna á réttum gjalddaga getur leigusali birt honum skriflega áskorun um að greiða. Ef hann sinnir ekki þeirri áskorun innan sjö daga getur leigusalinn rift samningnum (61. gr.). Að þeim fresti liðnum skal leigutakinn rýma húsnæðið. Þegar svo væri málum komið ætti að vera hægt að fara fram á útburðarheimild frá sýslumanni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“