fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 09:54

mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru enn að störfum við Kaldasel þar sem mikill bruni braust út í 240 fermetra einbýlishúsi snemma í morgun. DV greindi frá málinu í morgun. Slökkviliðinu barst tilkynning um brunann klukkan 06:40 í morgun og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn. Í samtali við DV nú í morgun sagði Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, að kallaðir hafi verið út 25 manns af næturvaktinni á fjórum dælubílum, einum körfubíl og þremur sjúkrabílum. Við vaktaskiptin í morgun hafi svo 15 manns tekið við keflinu. Samtals voru því um 40 slökkviliðsmenn sem komu að brunanum.

„Hér er mikið tjón,“ sagði Rúnar í samtalinu við DV, en vildi ekki staðfesta að um altjón væri að ræða. „Það eru slökkviliðsmenn enn á staðnum að rífa þakið og koma í veg fyrir að glæður leynist þar,“ sagði hann. „Ætli það séu ekki um 10 manns að störfum þarna upp frá núna.“

Í fréttum Bylgjunnar í morgun sagði kollegi Rúnars, Árni Ómar Árnason, varðstjóri, að húsið hafi verð svo til alelda þegar slökkvilið bar að. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri.“

Aðeins einn var inni í húsinu er eldurinn kviknaði og komst hann út af sjálfsdáðum. Var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum á vettvangi vegna gruns um reykeitrun.

Lögregla hvatti svo íbúa í Seljahverfi í morgun til þess að loka gluggum og kynda hús sín vel vegna eldsvoðans. Þegar hús eru kynnt að innan myndast yfirþrýstingur og minni líkur eru á að sót og aðrar agnir sogist inn um rifur á gluggum og hurðum. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði við DV að lögreglumenn hefðu verið á vakt í Kaldasel frá því að útkallið barst. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tekur svo við málinu þegar vettvangur hefur verið tryggður af slökkviliði.

Þá hafði bruninn áhrif á strætóleiðir og þurftu leiðir 3 og 4 sem aka öllu jafna Jaðarselið þess í stað að aka Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel. Eru viðskiptavinir Strætó hvattir til þess að kynna sér breytingar á þjónustu Strætó inná heimasíðu fyrirtækisins.

mynd/Stefán

mynd/Stefán
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“