fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Með áverka eftir að hafa reynt að stöðva slagsmál milli tveggja ókunnugra manna

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 08:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við það sem fram kemur í dagbók lögreglunnar sem send var út í morgun. Þar kemur fram að alls hafi 113 mál verið skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en flest málin voru tengd hávaða og ölvun.

Klukkan 17:30 í gær var lögreglan kölluð út í hverfi 101 en þar voru tveir menn handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Auk þess voru mennirnir ölvaðir og eru grunaðir um að hafa hnuplað úr versluna. Mennirnir tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu, bæði sökum ástands og fyrir rannsókn máls.

Í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Maður var með áverka á hendi eftir eggvopn en sá sagðist hafa fengið áverkana í kjölfar þess að hann reyndi að stöðva slagsmál milli tveggja ókunnugra manna. Þá sagðist hann hafa náð að hlaupa frá árásaraðilanum.

Nokkuð var um umferðarlagabrot í gær. Til að mynda var ökumaður stöðvaður í 105 Reykjavík en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Þá er hann einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Annar bíll var stöðvaður á Seltjarnarnesinu en ökumaður þess bíls er bæði grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið án gildra ökuréttinda.

Þá voru höfð afskipti af bíl í Kópavoginum en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Búið var að svipta ökumanninn ökuréttindum sínum en hann er grunaður um ítrekaðan akstur þrátt fyrir það.

Þá var bíll í Árbænum stöðvaður af lögreglu í gærkvöldi en ökumaðurinn er grunaður um umferðaróhapp, akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og akstur án ökuréttinda.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhap í Hafnarfirðinum í gær en bifreið hafði verið ekið á staur eða umferðaljós. Kona sem býr í Færeyjum var undir stýri en hún sagði í samtali við lögreglu að hún væri óvön að aka um stór gatnamót og á mörgum akgreinum. Engin meiðsl urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Í gær

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Í gær

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“