fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Hafið hér við land súrnar mun hraðar en sunnar í Atlantshafi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 09:00

Sólarlag Akrafjall Faxaflói sjór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafið hér við land súrnar hraðar en það gerir sunnar í Atlantshafi. Þetta eru niðurstöður langtímarannsókna en vöktun á sýrustigi sjávar hófst í úthafinu norðan og sunnan við landið árið 1983. Er þetta ein elsta langtímarannsóknin á ástandi sjávar sem er í gangi í heiminum.

Fréttablaðið hefur þetta eftir Hrönn Egilsdóttur, sjávarvistfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Fram kemur að rannsóknin byggist á gögnum frá einni mælistöð sunnan við landið og annarri stöð á nyrstu mörkum Íslandshafs, 68. gráðu norðlægrar breiddar. „Mælingar á þessum stöðum sýna að súrnunin er jöfn og stöðug allt frá byrjun rannsóknanna,“ er haft eftir Hrönn.

Vöktunin fer fram ársfjórðungslega og er að sögn Hrannar mjög ábyggileg vegna þess hversu langan tíma hún nái yfir og þróunin sé skýr og óumdeilanleg.

Sólveig Rósa Ólafsdóttir, hafefnafræðingur, tók undir þetta en hún er nú að rannsaka ástand sjávar norðan við landið. „Ástæða þess að hafið súrnar meira hér í norðurhöfum er kuldi sjávar. Koldíoxið sem veldur súrnuninni er lofttegund sem hefur meiri leysni í köldu vatni en heitara,“ sagði Sólveig sem telur að hafsvæðin á köldum slóðum, eins og fyrir norðan land, séu viðkvæmari fyrir loftslagsbreytingunum en heitari hafsvæði.

Áhrif þessarar súrnunar á lífríkið í hafinu eru mikil. Hrönn sagði að það verði fyrir auknu álagi miðað við annars staðar og Sólveig sagði að erfiðara verði fyrir kalkmyndandi lífverur að dafna. Þar á meðal eru kræklingur, ígulker og krossfiskur en þessar tegundir skipta miklu hvað varðar afkomu botnfisktegunda hér við land, þar á meðal þorsks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni