fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Stefán segir Stefán senda landsmönnum fingurinn – Kostar skattgreiðendur 100 milljónir á ári“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 6. ágúst 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, senda íslenskum fjölmiðlum fingurinn.  Stefán Einar segir nafna sinn hafa gert margar tilraunir til þess að þvæla og torvelda fréttaflutning í COVID-19.

Þetta kemur fram í færslu Stefáns Einars á Facebook.

„Þetta eru skilaboðin sem íslenskir fjölmiðlar fengu frá Landspítalanum í gær,“ skrifar Stefán Einar og birtir mynd af nafna sínum að veifa miðjufingrinum framan í myndavél, en slík fingrasetning telst ekki kurteisiskveðja.

„Stefán Hrafn Hagalín (til hægri á myndinni) vill ekki að fjölmiðlar geti átt í snurðulausum samskiptum við yfirmenn og vísindamenn á spítalanum. Hann hvetur fólkið á spítalanum til að svara „skrattakollunum“ ekki,“ heldur Stefán Einar áfram og vísar til tölvupósts sem nafni hans sendi stjórendum Landspítalans í gær þar sem þeim var bent á að vísa fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildar spítalans frekar en að svara sjálfir.

Líklega gekk Stefáni Hrafni gott eitt til með tölvupóstinum en þar kom fram að hann sé þess kunnugur að stjórnendur Landspítalans séu undir miklu álagi og mæði mikið á þeim og því ættu þeir ekki að fórna takmörkuðum hvíldartíma í samskipti við fjölmiðla. Hins vegar hefur framsetningin vakið athygli en meðal annars var vísað til fjölmiðla sem „skrattakolla“.

Stefán Einar gerir þó fleiri athugasemdir við framgöngu nafna síns undanfarið og segir hann taka þátt í áróðursstríði.

„Á síðustu vikum hefur hann gert margar tilraunir til þess að þvæla og torvelda fréttaflutning í einhverju erfiðasta ástandi sem uppi hefur verið í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur m.a. dregið lappirnar við að útvega tölur yfir það hvernig smitaðir einstaklingar eru skilgreindir á covid-göngudeild Landspítalans. Þar tók hann þátt í aðgerð sem náði hámarki í því að almannavarnir og einn af yfirlæknum spítalans reyndu að fá rétta og mikilvæga frétt fjarlægða af vefnum. Í ljós kom að það var vegna þess að hún hentaði ekki í áróðursstríðinu sem nú er háð varðandi fjármögnun spítalans og raunverulega stöðu faraldursins.“

Stefán Einar segir Stefán Hrafn ekki bara senda fjölmiðlamönnum fingurinn heldur almenning öllum því almenningur treysti á fjölmiðla til að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum og til þess að krefja svara við mikilvægum spurningum.

„Forstöðumaður samskiptasviðs Landspítalans taldi sig vera að sýna fjölmiðlamönnum puttann með framgöngu sinni. Hann áttaði sig ekki á að hann beindi honum (rétt eins og á myndinni) framan í allan almenning sem verður að stóla á að fjölmiðlar standi vaktina í þessu ástandi, spyrji spurninga sem máli skipta og miðli réttum upplýsingum til fólks, ekki hvað samskiptadeild Landspítalans, sem kostar skattgreiðendur 100 milljónir á ári (hið minnsta) vill að við heyrum.“

Aldrei á 35 ára ferli í atvinnulífinu beðið nokkurn fjölmiðil um að fjarlægja fréttir.

Stefán Hrafn svaraði þessum ásökunum ítarlega í athugasemd.

„Með fylgir mynd af mér í minni uppáhalds treyju að skýla Birni myndatökumanni, duglegasta sjálfboðaliða Þróttar. Úr því að þú ert farinn að smella þér á mína persónulegu samfélagsmiðla og finna viðeigandi myndir af mér í alls konar bardúsi til að myndskreyta gífuryrði um mig, þá þætti mér vænt um að þú notaðir myndina af okkur Birni frekar en mér og eiginkonu minni á einhverju djammi. Finnst Þróttaramyndin meira lýsandi fyrir mig og mín störf.“

Umrædda mynd má sjá hér :

Stefán rekur umfangsmikla starfsemi samskiptadeildar sem svarar fleiri þúsundum fyrirspurna á ári  hverju sem og standi að baki tilkynningum, hlaðvörpum, myndum og öðru sem miðlað sé til almennings í gegnum eigin vefi spítalans og á samfélgasmiðlum. Hjá deildinnis tarfi deildarstjóri, blaðamaður sem jafnframt er vefritstjóri, grafískur hönnuður, kvikmyndagerðarmaður og vefstjóri og hefur deildin verið óbreytt að stærð undanfarin fimm ár en þó tekist að margfalda og efla þjónustu sína, kostnaður við deildina sé einkum launakostnaður auk aðkeyptrarþjónustu og nái kostnaðurinn varla helmingnum af þeim 100 milljónum sem Stefán Einar nefnir í færslu sinni.

Varðandi ásakanir Stefáns Einars um fjarlægðar fréttir þá hafi Stefán Hrafn aldrei á sínum ferli beðið fjölmiðil um að fjarlægja frétt.

„Ég hef aldrei á 35 ára ferli í atvinnulífinu beðið nokkurn fjölmiðil um að fjarlægja fréttir. Hvorki á mínum 15 árum sem blaðamaður, né á þeim 20 árum sem ég hef starfað við markaðsmál og samskipti. Umrædd beiðni, sem ég hef ekki hugmynd um frá hvaða starfsmanni kom, hefur örugglega bara lotið að því að um persónugreinanlegar upplýsingar væri að ræða og þar með utan lagabókstafsins. Við þurfum að stíga afskaplega varlega með öll slík gögn.“

Hafnar hann jafnframt fullyrðungum um „áróðursstríð“. Ítrekaði Stefán Hrafn það sem hann hefur áður sagt undanfarin sólarhring að orðalag tölvupóstsins hafi verið óheppilegt.

„Pósturinn var samt full stóryrtur og ég hefði hvorki átt að kalla fjölmiðlafólk skrattakolla né taka svo sterklega til orða sem ég gerði. Það var að auki þreytulegt dramb í þessum pósti sem er ólíkt mér og ég biðst innilega velvirðingar á því.“

Fréttin hefur verið uppfærð með svari Stefáns Hrafns Hagalíns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga