fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Þröstur Guðbjartsson látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 15:00

Þröstur Guðbjartsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Þröstur Guðbjartsson er látinn, 68 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 17. júlí. Fréttablaðið greindi frá.

Þröstur fæddist árið 1952 og lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978, eins og greinir frá á Leiklistarvefnum. Hann hefur starfað fyrir hin ýmsu leikhús og leikhópa, meðal annars Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Leikhús Frú Emilíu og fleiri.

Þröstur lék einnig í kvikmyndum, meðal annars Sódómu Reykjavík. Hann var mikilvirkur leikstjóri og setti hátt í 80 leiksýningar á svið. Naut hann mikillar viðurkenningar sem leikstjóri og er þessa lýsingu á vinnubrögðum hans að finna á Leiklistarvefnum: „Honum er einstaklega lagið að ná því besta út úr misreyndum áhugaleikurum og þeim aðstæðum sem hann vinnur við á hverjum tíma.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“