fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Lækka leigu hundruða leigjenda með nýju láni frá HMS

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 09:15

Ásmundur Einar Daðason mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúðafélagið Bjarg hyggst lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með 1. september næstkomandi. Lækkunin nemur allt að 35.000 kr. á mánuði og því er um verulega búbót að ræða fyrir þá sem leigja íbúð af Bjargi.

Ástæða lækkunarinnar er hagstæð ný langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar á samfélagslegum forsendum til byggingar og kaupa á íbúðum.

Skrifað verður undir viljayfirlýsingu um fjármögnunina í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs leigufélags, og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS undirrita viljayfirlýsinguna.

Leiguíbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Bjarg er með hátt í 500 íbúðir í útleigu og með 600 íbúðir til viðbótar í byggingu eða undirbúningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Í gær

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“