fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Joshua í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun – Fékk dóm í síðustu viku fyrir tvær nauðganir

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 12:50

Slysið átti sér stað í austurbæ Reykjavíkur í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Ikechukwu Mogbolu er nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði grunaður að nauðgun. Sú nauðgun á að hafa farið fram á á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Vísir greindi fyrst frá þessu, en þar kemur fram að gæsluvarðhaldið muni renna út þann 20. júlí.

Joshua, sem er fæddur árið 2000 og býr í Hafnarfirði, var í síðustu viku dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga tveimur konum . Annað atvikið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu, en hitt á Akureyri.

Í atvikinu sem átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu fór Joshua heim með konu af djamminu. Í kjallaraíbúð nauðgaði hann henni, en hætti skyndilega. Þá flúði hún og kallaði á hjálp. Hann elti hana og náði henni og fór aftur með hana í kjallaraíbúðina og nauðgaði aftur. Konan lýsti því að hún hafði óttast um líf sitt.

Seinna atvikið átti sér stað á Akureyri, en þar hitti hann konu á Tinder-deiti og fóru saman í lítið samkvæmi. Þar hafi hann dregið hana inn á baðherbergi og nauðgað henni. Konan gerði grein fyrir því að hún hafi ekki verið samþykk samförunum, en í báðum atvikunum neitaði Joshua sök.

Fyrir þessar nauðganir fékk hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm. Auk þess þarf hann að greiða annarri konunni 2 milljónir króna og hinni konunni 1,3 milljónir. Þá mun hann þurfa að greiða 5,2 milljónir í málskostnað.

Lesa má frekar um málið hér: Joshua dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum:Dró hana niður stigann og nauðgaði henni aftur – Hún óttaðist um líf sitt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun