fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lesendur DV hafa talað og dómur er fallinn – Eiði er fyrirgefið pisseríið á Ingólfstorgi

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blásið hefur um Eið Smára síðan í gær þegar DV birti fréttir af myndbandi sem náðist af fótboltakappanum losa þvag á Ingólfstorgi. Eiður er á myndbandinu sjáanlega ölvaður og var samkvæmt heimildum DV að skemmta sér fyrr um kvöldið á Vinnustofu Kjarvals. Þá birti Morgunblaðið frétt þar sem fram kom að starf Eiðs Smára hengi á bláþræði.

DV fjallaði um í morgun að miklar og heitar umræður hefðu spunnist um málið á samfélagsmiðlum og virtist fólk skiptast í tvær fylkingar. Annars vegar sú sem segir að rangt hafi verið af Eiði að láta góma sig í þessu ástandi í miðbænum, og hins vegar sú sem spyr hvort menn megi ekki stundum sýna sínar mannlegu hliðar.

Spurði DV þá um leið hvað lesandanum þætti um málið. Könnunina má sjá hér.

Nú hefur þjóðin talað.

Niðurstöðurnar eru afgerandi. Ljóst er að þjóðin sýnir hér sínar miskunnsömustu hliðar, og ef könnun DV nær inn á borð KSÍ er ljóst að Eiður mun eiga sér langan feril framundan sem hluti af þjálfarateymi landliðs Íslendinga í fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar