fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af á númerslausri bifreið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 3 í nótt reyndi ökumaður á númerslausri bifreið að stinga lögregluna af á Vesturlandsvegi. Hann sinnti stöðvunarmerkjum lögreglunnar ekki. Eftirförin stóð ekki lengi yfir en þegar akstur bifreiðarinnar var stöðvaður fór ökumaðurinn yfir í aftursætið. Hann og kona, sem var í bifreiðinni, voru handtekin en þau eru bæði grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og svipt ökuréttindum. Þau voru vistuð í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær valt bíll á Krýsuvíkurvegi. Tveir voru í bifreiðinni og komust út af sjálfsdáðum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka en sjúkrabifreið var send á vettvang. Mikil hálka var á veginum og var Vegagerðinni gert viðvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal