fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Kári segir að skella hefði átt öllu í lás á mánudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 11:32

Mynd - Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ríkisstjórnin hljóti að grípa til mjög harðra sóttvarnatakmarkana í dag.  „Stjórnvöld hljóta að skella í lás í dag,“ segir Kári í viðtali við RÚV.

Kári segir að réttast hefði verið að skella í lás á mánudaginn þegar vísbendingar bárust umað breska afbrigðið væri farið að smitast í samfélaginu. Kári segir:

„Ef við gerum þetta myndarlega strax þá getum við komist fyrir þetta á skömmum tíma. Við höfum hreyft okkur aðeins of hægt og það hefði verið skynsamlegt að gera þetta strax á mánudag en stjórnvöld gera þetta vonandi í dag og þá eigum við smá séns.“

Kári segir að breska afbrigðið kalli á allsherjar endurskoðun á sóttvarnamálum. Rétt er að taka fram að hann viðhafði þessi ummæli áður en hann vissi hvað margir voru í sóttkví, en aðeins þrír greindust utan sóttkvíar í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga