fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Björn Ingi ósáttur við fréttaflutning Mannlífs – „Mér er ekki skemmt yfir ítrekuðum tilraunum til að taka mann niður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 14:04

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum. mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér er ekki skemmt yfir ítrekuðum tilraunum til að taka mann niður, það getur ekki verið að það liggi svona á að þagga niður í mér,“ segir fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson á Facebook-síðu sinni, en hann er mjög ósáttur við fréttaflutning Mannlífs af sínum málum.

Í frétt Mannlífs segir að farið hafi verið fram á gjaldþrotaskipti á hendur vefmiðli Björns Inga, Viljanum. Beiðnin verði tekin fyrir 11. mars í Héraðsdómi Vesturlands. Um sér að ræða ógreidd lífeyrissjóðsgjöld.

Fréttin er byggð á upplýsingum úr dagskrá dómstólsins á vefsíðu dómstólanna, en er alröng, að sögn Björns Inga, en Viljinn skuldi lífeyrissjóðnum sem um ræðir, Gildi, ekki krónu:

„Ég sé að Mannlíf slær því upp að Lífeyrissjóðurinn Gildi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti hjá Viljanum skv. dagskrá Héraðsdóms Vesturlands seinna í mánuðinum. Í annað sinn les ég fyrst um slíkt í fjölmiðlum, jafn fáránlegt sem það er og algjörlega að tilefnislausu. Það er engin skuld við þennan lífeyrissjóð, það voru gerð mistök í einni skilagrein og margoft búið að útskýra það. Það hefur aldrei neinn starfað hjá Viljanum sem greiðir í þennan lífeyrissjóð. Meint skuld er innan við 50 þúsund krónur, hvorki meira né minna.“

Björn Ingi segir að nógu erfitt sé að standa í baráttunni og halda sjó svo ekki þurfi hann að fá yfir sig svona fréttaflutning. Málið muni verði tekið af dagskrá dómstólsins enda hafi það aldrei átt erindi þangað:

„Það er nógu erfitt að standa í baráttunni og halda sjó, þótt ekki sé sífellt vitlaust gefið með þessum hætti. Þetta fer aftur af dagskrá Héraðsdóms, enda átti það aldrei að fara þangað. Mér er ekki skemmt yfir ítrekuðum tilraunum til að taka mann niður, það getur ekki verið að það liggi svona á að þagga niður í mér.“

https://www.facebook.com/bjorningihrafnsson/posts/10225597478304475

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum