fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Einar bendir á það hver John Snorri er í raun og veru- „Honum datt þetta ekki í hug í einhverri miðaldrakrísu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 16:00

Til vinstri: Einar Bárðarsson, mynd/Eyþór Árnason - Til hægri: John Snorri, mynd/Facebook/John Snorri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn hefur ekkert heyrst í fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni en hann er þessa stundina staddur á fjallinu K2 ásamt öðrum fjallgöngumönnum. Hafa margir áhyggjur af John Snorra og hinum fjallgöngumönnunum þar sem ekki hefur heyrst til þeirra í þó nokkurn tíma. Herinn í Pakistan sendi til að mynda þyrlur upp á fjallið til að leita að þeim en leitin bar ekki árangur.

„Við bíðum frétta á John Snorra vini mínum. John og Lína konan hans eru eitthvað magnaðasta fólk sem ég hef kynnst,“ segir almannatengillinn og tónlistarmaðurinn Einar Bárðarson í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Einar gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna.

Einar segir að ekki allir skilji verkefnið sem John tók sér fyrir hendur, það er að klífa K2. „Hann er einn reyndasti fjallamaður heims. Honum datt þetta ekki í hug í fyrra vetur í einhverri miðaldrakrísu. Hann hefur farið á flesta toppa heimsins og suma oft. Hann hefur klifið fjallið að sumri og þá tók hann krók á leiðinni niður og smellti sér á K3 Eða K5 bara svona af því að það var þarna rétt fyrir framan hann,“ segir Einar.

Lesa meira: Omar varar við falsfréttum af K2-ferð Johns Snorra og félaga – „Fréttirnar á forsíðunni í dag“

Þá bendir Einar á að John hefur mikla reynslu af því að vera í himinloftunum á K2. „Hann var þarna efst uppi allan janúar í fyrra og kom niður án þess að ná á toppinn vegna þess að hann er skynsamur, þrátt fyrir allt. Hann er búinn að vera þarna uppi frá því í desember. Það er ekkert þarna að koma honum á óvart. Hann er búinn að vera í -20/40 gráðum vikum saman í allskonar veðri og sleppa við snjóhrun og ýmsar hættur. Pakistanski herinn fær greitt fyrir það að vera í viðbragðsstöðu í tilfellum eins og þessum. Það er greitt af fjallamönnum eins og honum. Það greiða þeir í formi leyfisbréfa til ferða eins og þessarar.“

Að lokum segir Einar að hann biðji fyrir því að John og félagar hans komist heilir á húfi niður af fjallinu. „Á sama tíma og ég skrifa þetta er ég á bæn um það að vinur minn og félagar hans kom heilir niður og helst með toppinn á K2 í vasanum. Sendum honum góða strauma. Hann er líklega sá maður í heiminum sem er líklegastur til að koma niður eftir tveggja nátta stopp í turnsvítu. Guð fylgi þér heim vinur.“

Lesa meira Ekki heyrst frá John Snorra í 37 klukkutíma – Uppfært

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“