fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Ógnin er helst á landamærum -Dæmi um að fólk gefi upp rangt símanúmer og heimilisfang

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 smit á Íslandi eru núna í lágmarki en helsta hættan á því að faraldurinn blossi upp aftur liggur í landamærasmitum og framferði sumra sem koma inn í landið. Dæmi eru um að fólk sem hingað kemur gefi upp rangt símanúmer og rangt heimilisfang. Því geti verið erfitt að ná í það ef sýnataka á landamærum skilar jákvæðri niðurstöðu. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að skoða núna hvernig best sé að koma í veg fyrir að veiran komist inn í landið.

Ísland er COVID-smitlaust annan daginn í röð. Aðeins tvö innanlandssmit hafa greinst síðustu viku og þar af var annar í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærum í gær en ferðum til landsins hefur fækkað mikið undanfarið.

Ótti ríkir gagnvart nýjum meira smitandi afbrigðum veirunnar. Hingað til hafa 60 greinst með breska afbrigðið á landamærum, þar af 14 innanlands en þeir voru allir í tengslum við þá sem smituðust á landamærum. Að sögn Þórólfs hefur engin dreifing orðið á bresku veirunni í samfélaginu og enginn hefur greinst með s-afríska og brasilíska afbrigðið.

Bóluefni frá AstraZeneca fyrir 32.000 manns er væntanlegt fyrir lok mars. Verður það notað fyrir fólk 65 ára og yngri. Viðræður hafa verið við bóluefnaframleiðandann Pfizer um vísindatilraun sem  myndi fela í sér bólusetningu allrar þjóðarinnar á skömmum tíma. Enginn samningur er á borðinu en svara er að vænta frá Pfizer næstu daga.

Þórólfur mun leggja til vægar tilslakanir á samkomutakmörkunum öðru hvoru megin við helgi. Hann er ekki tilbúinn að greina frá innihalda þeirra tillagna að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi