fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Stórtíðindi úr auglýsingabransanum – Pipar hreppti Toyota

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 16:06

Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega efndi bílaumboðið Toyota til samkeppni um framtíðarviðskipti um auglýsinga- og markaðsmál og stóð Pipar\TBWA uppi sem sigurvegari í samkeppninni.

„Við erum mjög stolt af því að Toyota á Íslandi skyldi treysta okkur fyrir þessu verkefni. Toyota hefur í langan tíma verið söluhæsti bíll á Íslandi og vörumerkið það sterkasta á bílamarkaði. Það hafa allir tengingu og/eða skoðun á Toyota. Þessu fyrirtæki hefur tekist, með staðfestu og skýrri makaðssetningu, að búa til mjög sterka og skýra ímynd á vörumerkinu hvað varðar gæði og góða þjónustu. Að taka við keflinu núna og gera enn betur í framtíðinni er áskorun sem gaman verður að takast á við,” segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA, í fréttatilkynningu sem barst DV vegna málsins.

Samningur hefur verið undirritaður milli Pipars og Toyota um samstarf næstu árin.

Segja ferlið faglegt og strangt

„Við höfum sjaldan farið í gegnum jafn ítarlegt og faglegt ferli og var við þessa samkeppni þar sem 4 stofur voru valdar til að taka þátt. Mjög nákvæm skoðun átti sér stað á stöðu stofunnar, gæðum vinnu, teymissamsetningu og hugmyndaauðgi ásamt því að menning  stofunnar og hvernig teymi Toyota og teymi stofunnar myndu passa saman. Við erum því enn stoltari af því að Toyota á Íslandi skyldi velja okkur eftir svo ítarlegt og metnaðarfullt ferli,“ er ennfremur haft eftir Guðmundi í fréttatilkynningunni.

Toyota á Íslandi vann með Íslensku auglýsingastofunni í 23 ár.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni