fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Trúnaðargögnum lekið frá lögreglunni – Gögn úr spillingarrannsókn opinberuð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. janúar 2021 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir helgi sendi ónafngreindur maður til helstu fjölmiðla, þar á meðal DV, mikið magn af trúnaðargögnum sem tengjast rannsókn héraðssaksóknara á lögreglumanni árið 2016, nánar tiltekið fulltrúa í fíkniefnadeild. Maðurinn birti tengla á gögnin einnig á spjallborði vefsvæðisins Bland.is, en þau hafa nú verið fjarlægð. Einnig voru gögnin birt á Facebook-síðunni sjomlatips.is.

Um er að ræða um 130 blaðsíður af ýmsum rannsóknargögnum, skýrslum, trúnaðarbréfum og endurriti af yfirheyrslu. Sendingunni fylgja yfirlýsingar um að gögnin sýni fram á að hlífiskildi hafi verið haldið yfir fíkniefnasala, sem sé umfangsmikill í undirheimunum á Íslandi, vegna upplýsingasambands hans við lögreglufulltrúann sem  rannsóknin beindist að. Þá koma fyrir sögusagnir um mútugreiðslur.

Orðrómur

Gögnin bera með sér að orðrómur hafi gengið innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um árabil um meinta mútuþægni lögreglufulltrúa. Sjálfur hafði fulltrúinn ítrekað falast eftir því að þessar sögusagnir yrðu rannsakaðar svo kveða mætti þær niður í eitt skipti fyrir öll. Einnig kemur fram í gögnunum að maðurinn hafi í einhverjum tilvikum veitt lögreglu gagnlegar upplýsingar.

Í gögnunum má finna upplýsingar um afstöðu og vitnisburð fjölda nafngreindra manna í tengslum við rannsókn á lögreglufulltrúanum og því ljóst að gögnin bera með sér mikið magn af verulega viðkvæmum persónuupplýsingum sem ekki eru ætluð til opinberrar birtingar.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í samtali við RÚV að embættið hafi málið til skoðunar og þá hvort grípa þurfi til aðgerða og hvort þarna sé um lögbrot að ræða.

Ekkert saknæmt

Maðurinn sem talinn er hafa verið í upplýsingasambandi við lögreglufulltrúann sem var til rannsóknar var sakfelldur fyrir hlutdeild í kókaínsmygli en sýknaður fyrir Hæstarétti af sömu ákæru. Síðar var hann sýknaður af ákæru um kannabisræktun.

Lögreglumaðurinn var hreinsaður af ásökunum eftir rannsókn héraðssaksóknara. Leiddi rannsóknin ekkert saknæmt í ljós. Gögnin sem lekið var leiða hins vegar í ljós töluverðan ágreining og jafnvel óvild meðal starfsmanna innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. En um það var töluvert fjallað á sínum tíma. Fór það svo að umræddur lögreglufulltrúi sem var borinn þessum alvarlegu sökum fékk bótagreiðslu frá ríkinu vegna þess að hann var tímabundið leystur frá störfum á meðan rannsókninni stóð.

Tildrög rannsóknarinnar má rekja til þess að lögfræðingur sem áður hafði starfað sem lögreglumaður sendi bréf til ríkissaksóknara þar sem hann bauð fram upplýsingar frá umbjóðanda sínum um meint brot hins kærða lögreglumanns. Var þar um að ræða ofannefndan mann sem kom við sögu í fíkniefnamálum og var í upplýsingasambandi við lögreglufulltrúann sem var til rannsóknar. Í gögnunum sem var lekið er birt afrit yfirheyrslu við þann mann. Hann harðneitar þar því að hafa greitt lögreglumanninum fyrir upplýsingar né þegið greiðslur. Hann segir lögreglumanninn hafa veitt sér upplýsingar um eitt mál sem var í rannsókn en í heildina sakar hann lögreglumanninn um hörku gegn sér fremur en að hann skýri frá óeðlilegri greiðasemi við sig.

Lögreglumaðurinn kærði lögfræðinginn sem hér átti í hlut fyrir rangar sakargiftir sem hafi leitt til sakamálarannsóknar gegn sér. En gögn tengd þeirri kæru má einnig finna í gagnalekanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk