fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Sérkennilegt umferðarslys – Ók kerru utan í mann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fimm-leytið í gær var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110 í Reykjavík. Bíl með kerru var ekið framhjá manni með þeim afleiðingum að kerran rakst utan í manninn og hann féll við. Ökumaðurinn hélt áfram en stoppaði við hús þar nærri. Aðspurður kvaðst ökumaðurinn hafa ekið hægt  framhjá manninum en sá ekki er kerran rakst í hann.  Sjúkrabíll kom á vettvang en maðurinn var staðinn upp er lögregla kom.

Þetta kemur fram í Dagbók lögreglu en ekkert var skráð um meiðsli mannsins. Einnig segir af þessu:

Um hálfsjöleytið í gærkvöld var tilkynnt innbrot í bíl í hverfi 105. Var brotin rúða á bílnum og stolið tveimur svörtum 66°N úlpum.

Þrisvar í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað úr sömu verslun í miðbænum. Má leiða að því líkur að um hafi verið að ræða 10/11 í Austurstræti enda síðasta tilvikið skráð laust eftir kl. 23 í gærkvöld og vart öðrum verslunum opnum á svæðinu til að dreifa á þeim tíma. Voru aðilar að stela vörum, eins og það er orðað í dagbókinni. Var skrifuð vettvangsskýrsla á hvert brot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax