fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 19:04

Mynd/Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khedr, egypska fjölskyldan sem mikið hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Frá þessu greinir Vísir. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku máls þeirra fyrr í dag.

„Þau geta komið úr felum. Þetta mál er unnið. Krakkarnir geta farið aftur í skólann. Þetta eru gríðarlega góð tíðindi og nú heldur lífið áfram hjá þeim,“ segir Magnús G. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við RÚV. Hann segir að fjölskyldan sé mjög þakklát öllum þeim sem hjálpuðu henni.

Magnús segir að nú geti fjölskyldan aftur farið að lifa sínu lífi og börnin farið aftur í skólann.

„Við búum í lýðræðisríki og það er eðlilegt að þegar almenningur tekur sig saman og sýnir samtakamátt með þessum hætti að það hafi áhrif. Ég tel að sá þrýstingur hafi skipt máli,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út