fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingaherferð Kringlunnar vann alþjóðlegu verðlaunin Brand Impact Awards í flokki smásölu (retail) en tilkynnt var um niðurstöðuna í London í gærkvöld við sérstakar aðstæður vegna COVID-19.

Tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir verðlaununum Brand Impact Award sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og mörkunar (branding). Meðal sigurvegara Brand Impact Awards síðustu ára má nefna BBC, McDonalds og Carlsberg, og Kringlan bætist nú í hóp sigurvegara.

Auglýsingaherferð Kringlunnar er unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík og hefur vakið mikla athygli fyrir listræna og nýstárlega útfærslu.

,,Við erum að sjálfsögðu afar ánægð og stolt með að vinna til þessara virtu verðlauna. Það er mikil samkeppni um þessi verðlaun frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Þetta er mikill heiður og segir okkur að markaðsstarf Kringlunnar sé í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi,” segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Baldvina segir að verðlaunaafhendingin hafi verið með mjög sérstöku sniði vegna COVID-19. ,,Upphaflega átti að vera verðlaunahátíð í London en því var breytt yfir í vefviðburð. Við enn hertari aðgerðir í Bretlandi þurfti að breyta því yfir í samskipti á spjallfundi þar sem afar takmarkaður fjöldi var samankominn. Þetta var því ákaflega sérstakt. Við vorum heppin hér heima því við gátum komið saman nokkur á afmörkuðum stað til að fylgjast með spjallfundinum og pössuðum að sjálfsögðu sóttvarnir vel. Við fögnuðum innilega þegar ljóst var að Kringlan hafði unnið en sigurhátíðin bíður betri tíma,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri