fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

Sendur aftur í steininn eftir „gróf“ brot á reynslulausn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 19:00

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sæti afplánun eftirstöðva refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í október í fyrra. Eftirstöðvar refsingarinnar nemur 63 dögum.

Mun maðurinn hafa „rofið gróflega“ gegn almennum skilyrðum reynslulausnar. Segir í úrskurðinum að hann hafi síðan reynslulausn var veitt ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggi sterkur grunur um saknæmt athæfi mannsins og munu sum varða allt að 6 ára fangelsi.

Ævintýralegur brotaferill

Kærði var handtekinn í Reykjavík eftir innbrot í skóla í borginni. Öryggisverðir sáu til mannsins í húsnæði skólans og náðu lögreglumenn manninum er þeir mættu á vettvang með þýfi á sér. Auk þess, segir í dómnum, hefur lögreglan til rannsóknar fjölda mála er varði kærða á reynslutímanum sem sýni að hann hafi brotið gróflega gegn almennum skilyrðum og leiða eigi til þess að honum verði gert að afplána eftirstöðvar refsingarinnar.

Eitt þessara mála er innbrot í bifreið þaðan sem hann hafði á brott muni. Lögreglan handtók hinn ákærða í grennd við vettvang. Enn fremur liggur hann undir grun um að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Var hann stöðvaður af lögreglu í nóvember 2019, en hann hefur ítrekað gerst sekur um akstur án ökuréttinda.

Í apríl á þessu ári var maðurinn svo handtekinn við það að taka í hurðarhúna á bifreiðum í Reykjavík og fyrir að hafa farið inn í eina ólæsta bifreið. Er lögregla mætti á vettvang hljóp maðurinn á brott en náðist að lokum. Fundu þá lögreglumenn á manninum hníf og ólögleg fíkniefni. Er maðurinn grunaður um brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

Þá er hann grunaður um þjófnað á matvörum úr verslun í Reykjavík í júní á þessu ári og annað fíkniefnalagabrot þann sama mánuð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“