fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Fréttir

Uppsagnir hjá Póstdreifingu – flestir ráðnir aftur í lægra starfshlutfalli

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 31. júlí 2020 12:00

Mynd/Póstdreifing/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Póstdreifing sem er í eigu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og DV, hefur sagt upp öllum 304 blaðberum sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu í morgun.

Auk áðurnefndra blaða sér Póstdreifing einnig um dreifingu á ýmsum minni blöðum og auglýsingabæklingum. Uppsagnirnar taka til blaðbera á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Þær taka gildi 1. ágúst en flestir blaðberanna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Kristín Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, segir að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að endurskipuleggja dreifikerfið og stefnt sé að því að ráða flesta blaðberana aftur.

Spurð hvort það sé ekki ávísun á meira álag ef færra starfsfólk sinnir sömu vinnu og fleiri gerðu áður segir hún það alls ekki víst. „Það þarf ekki að vera þannig. Það hefur mikið breyst á undanförnum árum í útgáfu blaðanna og því þarf að mæta með hagræðingaraðgerðum,“ segir Kristín en vill ekki gefa upp hversu mörgum af þeim sem sagt var upp sé reiknað með að ráða aftur.

Hvað launakjör blaðbera sem verða endurráðnir segir Kristín: „Það verða sömu laun en lægra starfshlutfall þannig að þeir þurfa að vinna minna.“ Hún tilkynnir þá blaðamanni að hún þurfi að fara á fund og geti ekki svarað fleiri spurningum í bili.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir: „Við búumst ekki við því að hagræðingaraðgerðir Póstdreifingarinnar muni raska dreifingu þeirra blaða sem Torg gefur út.“

Tekið skal fram að Torg, útgefandi DV, á 49% hlut í Póstdreifingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma
Fréttir
Í gær

Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“

Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum birtir öryggisráðstafanir – „Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi“

Lögreglan á Vestfjörðum birtir öryggisráðstafanir – „Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir segir að þetta fólk sé ástæðan fyrir því að hann fór í almannavarnir – „Flóttamaður í eigin landi“

Víðir segir að þetta fólk sé ástæðan fyrir því að hann fór í almannavarnir – „Flóttamaður í eigin landi“