fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

RÚV heldur nafni matvælafyrirtækisins leyndu – „Ég tel að allar upplýsingar eigi að vera á borðinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 22:13

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-smit hefur greinst í tveimur starfsmönnum matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Er þar um að ræða fyrirtæki sem flytur inn og dreifir matvælum. Bæði Fréttablaðið og RÚV greindu frá þessu í dag. Fréttablaðið reyndi að fá upplýsingar um hvaða fyrirtæki þetta er, hjá bæði Sóttvarnalækni og Almannavörnum, þar sem um væri að ræða upplýsingar sem eigi erindi til almennings. Sóttvarnalæknir og Almannavarnir neituðu að veita þessar upplýsingar.

Athygli vekur að RÚV hefur upplýsingar um fyrirtækið en greinir ekki frá þeim. Tók RÚV nafnlaust viðtal við forstjóra fyrirtækisins og sagði hann að smitið hefði komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna innpökkunardeild.

Skjáskot – RÚV vefur

Telur eðlilegt að upplýsingarnar séu á borðinu

DV hafði samband við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og óskaði eftir áliti hans á þessari upplýsingaleynd:

„Ég tel að allar upplýsingar sem viðkoma neytendum ættu að vera þeim ljósar nema að annað krefjist þess að þær séu það ekki. Ég myndi þá vilja vita hvaða hagsmunir það eru sem vörnuðu því,“ sagði Breki.

Hvað varðar afstöðu ríkisfjölmiðilsins, að búa yfir þessum upplýsingum en birta þær ekki, þá sagði Breki að þar ætti sama svarið við:

„Ég tel að allar upplýsingar eigi að vera á borðinu nema að ríkar ástæður séu til annars og ef svo er þá vil ég fá að vita hvaða ástæður það eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri