fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

Biden leiðir skoðanakannanir í þremur lykilríkjum

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 21:30

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar aðeins 100 dagar eru til kosninga nýtur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, forskots í þremur mikilvægum sveifluríkjum. CNN greinir frá því í dag að Biden væri yfir í Flórída, Arizona og Michigan.

Í Flórída mælist Biden með 51% fylgi á móti 46% fylgi forsetans. Í Arizona er staðan 49%-45% Biden í vil og í Michigan stefnir í yfirburðasigur Biden, því þar leiðir hann með 12 stigum, 52%-40%.

Til að sigra í kosningunum í nóvember, eftir 100 daga, þarf Trump að snúa öllum þessum ríkjum við, og raunar meira til. Trump situr þessa daganna uppi með kórónuveirufaraldur sem landsmenn kenna honum í auknum mæli um og segja langflestir aðspurðir alríkið hafa brugðist illa, eða mjög illa við í upphafi faraldursins. Þar að auki hefur Trump komið afspyrnu illa út úr mótmælum og óeirðum sem spruttu upp við bana George Floyd. Þykir Trump og ríkisstjórn hans hafa brugðið illa eða rangt við þeim málum.

Trump kennt um stóru málin

Til að kóróna vanda Trumps, situr hann nú undir alvarlegri gagnrýni fyrir að hafa fyrirskipað alríkislögreglumönnum að brjóta á bak mótmæli í borgum þar sem borgar- eða ríkisstjórar eru Demókratar. Hefur það skapað gríðarlega úlfúð meðal íbúa borganna og sú reiði smitast yfir til annarra Bandaríkjamanna. Myndir af alríkislögreglumönnum að kippa mótmælendum inní ómerkta bíla hafa heldur ekki hjálpað málstað Bandaríkjanna. Vakti auglýsing The Lincoln Project einmitt athygli á þessu, en hana má sjá hé að neðan.

Trump sigraði öll þrjú ríkin árið 2016, en þó með mjög litlum atkvæðamun. Raunar sigraði Trump mjög mörg ríki með litlum atkvæðamun og sigraði kosningarnar með minnihluta atkvæða. Michigan, til dæmis, sigraði hann með aðeins 10.704 atkvæðum. Það er minna en 0,5% íbúa.

Nær allar skoðanakannanir sem stjórnmálaskýrendur segja marktækar eru að sýna sömu niðurstöðu, Biden er tekin framúr. Ný könnun CNN í Arizona sýnir til að mynda að forskot Biden sé nú komið fram úr skekkjumörkum könnunarinnar. Sama má segja um kannanir CNN og Quinnipiac háskólans í Florida. Meira að segja Fox News, sem halla sér vel til vinstri og lýst yfir stuðningi við Trump 2016, hafa birt kannanir sama efnis í sínum miðlum.

Trump gengið illa að stýra umræðunni

Síðasta von forsetans, samkvæmt niðurstöðum spurningakannanna eru að Trump gæti átt von í að endurheima fylgi á mikilvægum stöðum innan sveifluríkja ef athygli í kosningabaráttunni beinist að efnahaginum. Efnahagur Bandaríkjanna tók þungt högg á sig í kjölfar Covid-19 faraldursins, en kjósendur virðast ekki vera að tengja efnahagsáfallið við kórónuveirufaraldurinn. Það er að segja, mikill meirihluti kjósenda virðast kenna Trump um að hafa staðið illa að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en treysta honum þó betur til þess að eiga við efnahagsáfallið sem á ríkinu dynur um þessar mundir.

Hinsvegar hefur Trump gengið illa að stýra umræðunni í kosningabaráttunni. Í kjölfar óeirðanna sem hafa logað nánast samfellt frá því fréttir bárust af myndbandinu óhugnanlega þar sem fjórir lögreglumenn bana George Floyd, reyndi Trump að stýra umræðunni yfir að löggæslu og mikilvægi hennar. Law and Order, urðu einkennisorð hans. Það virðist nú hafa mistekist gjörsamlega, sem fyrr sagði.

Eftir því sem skoðanakannir halla meira á Trump er líklegra að fleiri og fleiri Repúblikanar segja skilið við Trump og lýsi yfir stuðningi við ýmist Biden, eða einhvern annan, sem er þá Biden án þess að nefna hann sérstaklega á nafn. Þetta gera þeir vegna þess fyrirkomulags í Bandaríkjunum að kjósa í mörgum kosningum á sama kjörseðli. Þannig getur kjósandi einfaldlega merkt við annan flokkinn í forsetakosningahluta kjörseðilsins, og látið það eitt og sér gilda sem atkvæði fyrir alla aðra frambjóðendur þess flokks á atkvæðaseðlinum. Þannig freista frambjóðendur Repúblikanaflokks í önnur embætti að slíta sig frá slöku gengi Trump og ná sjálfstæðum árangri í kosningunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Teppasalinn með útsöluverðin miður sín eftir sektina – „Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður“

Teppasalinn með útsöluverðin miður sín eftir sektina – „Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ásgerður gífurlega þakklát – Jólunum bjargað annað árið í röð

Ásgerður gífurlega þakklát – Jólunum bjargað annað árið í röð