fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Níundu forsetakosningar lýðveldissögunnar á morgun

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 19:17

Afar ólíklegt er m.v. nýjustu skoðanakannanir að íbúaskipti séu framundan á Bessastöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörstaðir opna kl 9:00 í fyrramálið um allt land þegar kosið verður á milli Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar til forseta Íslands. Um 47 þúsund manns höfðu þegar kosið utankjörfundar í dag og er það ívið meira en áður. Hafa bæði framboðin hvatt sína stuðningsmenn til að drífa í að kjósa. Líklega er þar ótti á ferð við að missa kjósendur úr bænum á kjördag enda hásumar og fólk hvatt til að nýta helgar í að ferðast innanlands. Búist er við fyrstu tölum frá einstaka kjörstöðum fljótlega eftir lokun kjörstaða. Guðni hefur mælst með 93% stuðnings í skoðanakönnunum Gallup síðustu vikuna.

Kosið er nú um forseta Íslands í níunda sinn frá lýðveldisstofnun. Forseti hefur jafn oft verið sjálfkjörinn til embættis og kosið hefur verið um embættið. Að meðaltali hefur verið kosið um forseta á 8.4 ára fresti frá lýðveldisstofnun.

Mótframboð sjaldgæf

Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi á Þingvöllum árið 1944. Sveinn fékk engin mótframboð í kosningunum 1948 og því sjálfkjörinn. Sveinn var þannig aldrei kosinn beinni kosningu af þjóðinni.

Árið 1952 var kosið á milli þriggja frambjóðenda og varð Ásgeir Ásgeirsson annar forseti Íslands. Sat hann fjögur kjörtímabil án þess að fá nokkru sinni mótframboð. Var hann því sjálfkjörinn í síðustu þrjú kjörtímabilin sín.

Árið 1968 var svo kosið á ný til forseta eftir að Ásgeir gaf ekki kost á sér að nýju. Sigraði þá Kristján Eldjárn hann Gunnar Thoroddssen með 65,6% atkvæða.

Kristján sat sem fastast, án mótframboða, til ársins 1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir sigraði með naumum meirihluta. Aðeins munaði um 1900 atkvæðum á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni sem næstur kom. Aðrir frambjóðendur voru Albert Guðmundsson, hvíta perlan, og Pétur J Thorsteinsson.

Vigdís hlaut ekki mótframboð 1984 en 1988 gerðist það í fyrsta sinn í lýðveldissögunni að sitjandi forseti fékk á sig mótframboð. Sigrún Þorsteinsdóttir hlaut þá 5,3% og Vigdís 92,7%. Hafa margir bent á líkindi þeirra kosninga og kosninganna nú.

Ólafur fékk flest mótframboð

Næst var kosið 1996 þar sem Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum. Sat Ólafur án mótframboðs í 8 ár, en árið 2004 buðu þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon sig fram. Ólafur sigraði með 67,5% greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru 20,6% sem þótti og þykir enn, mjög mikið.

Talsvert fleiri buðu sig fram á móti Ólafi Ragnari árið 2012, en næst því að hrinda Ólafi úr sessi komst Þóra Ásgeirsdóttir með 33,16% atkvæða. Ólafur sigraði örugglega með 52,78% og sat í fjögur ár í viðbót.

Guðni Th. Jóhannesson sigraði svo kosningarnar 2016 með 39,1% atkvæða. Næst á eftir honum kom Halla Tómasdóttir með 27,9%. Halla hafði bara skömmu áður verið að mælast með um 5-10% fylgi, svo niðurstöður kosninganna voru á skjön við flestar skoðanakannanir fram að kjördegi. Hafði Guðni sjálfur orð á því þegar fyrstu tölur voru kynntar í kosningasjónvarpi RUV, að hann hafi ekki talið að þetta gæti farið svo jafnt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Í gær

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun