fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Innköllun á gleraugum frá þekktum framleiðendum

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 18:33

Ray Ban gleraugu eru mjög vinsæl hérlendis. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innkalla þurfti gleraugu frá þekktum framleiðendum eftir að of hátt nikkelinnihald mældist í ákveðnum gleraugnaumgjörðum í öryggiskönnun í Finnlandi. Gleraugun sem um ræðir eru  frá vörumerkjunum Guess, Burberry, Calvin Klein, Disney, Bvlgari, DAY Birger et Mikkelsen, Ivana Helsinki og Ray Ban. Til stendur að innkalla umgjarðirnar víðar í Evrópu.

Nikkel getur valdið ofnæmisviðbrögðum ef það kemst í snertingu við húð. Ekki fékkst staðfest hvort að gleraugun séu seld hér á landi en samkvæmt fyrirspurnum DV könnuðust þeir gleraugnasalar sem hringt var í ekki við málið að svo stöddu og sögðust ætla að kynna sér það. Ekki þykir þó ólíklegt að þessar umgjarðir séu í umferð hérlendis þar sem þessi vörumerki fást víða í gleraugnaverslunum á Íslandi.

Samkvæmt Ísaki Sigurjóni Bragasyni, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, hafa þau fengið tilkynningu um málið og eru með það í skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga