fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Móðir ósátt er 9 ára dóttir hennar fékk ágeng skilaboð frá Vottum Jehóva

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 10:48

Myndin er af heimasíðu Votta Jehóva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er bara allt í lagi að senda svona heimsendaskilaboð á 9 ára barn? Ég bara þori ekki að smella á hlekkinn. En þessi manneskja er skráð á já.is. Hvernig fann hún símanúmer hennar? Eru þetta vottar Jehóva? Hættir að nenna í hús?“ segir áhyggjufull móðir eftir að 9 ára dóttir hennar fékk eftirfarandi skilaboð í símann sinn:

„Við trúum því að sá tími sé nálægur því heimsástandið er einmitt þannig sem Biblían sagði að það myndi vera rétt áður en Guð tæki í taumana.

Ef þú átt Biblíu geturðu lesið um það í 2. Tímóteusarbréfi kafla 3 og versunum 1-5. Eða þú getur sótt nýja testamentið hér:

jw.org

Fyrir neðan er krækja sem vísar í dásamleg loforð um framtíðina.

Hvernig heldurðu að framtíðin verði?“

Fyrir neðan skilaboðin er síðan tengill á heimasíðu Votta Jehóva.

Móðirin greindi frá þessu í stórum Facebook-hópi. Sendandi skilaboðanna til dóttur hennar er Þóra Guðmundsdóttir og sendi hún skilaboðin úr sínu símanúmeri. DV hafði samband við Þóru sem staðfesti að skilaboðin  væru frá Vottum Jehóva. Hún sagðist hafa beðið móðurina afsökunar á því að senda þetta á dóttur hennar en þó virðist söfnuðurinn ekki hika við að senda skilaboð í símanúmer án þess að ganga úr skugga um að viðtakandinn sé ekki barn, því Þóra segir við DV:

„Það var ekki hægt að sjá af símanúmerinu að viðtakandinn væri 9 ára barn. Við reynum að sjá slíkt út en það er ekki alltaf hægt.“

Víðtækar sendingar á boðskap safnaðarins í símanúmer eiga sé nú stað og er ástæðan sú að söfnuðurinn gengur ekki í hús lengur eins og hann er þekktur fyrir, vegna kórónuveirufaraldursins. Notar hann þess í stað skilaboðasendingar í síma fyrir trúboð sitt:

„Við sýnum fólki tillitsemi og erum ekki að banka upp á út af ástandinu og erum bara að nota síma í staðinn,“ segir Þóra.

Þóra er ósammála því að um heimsendaboðskap sé að ræða: „Ég er vottur Jehóva en þetta er ekki heimsendaboðskapur, við erum að senda link á heimasíðuna okkar og erum að hvetja fólk til að skoða hvernig biblían gefur okkur góða von um framtíðina.“

Svo virðist sem sendingar af þessu tagi kunni að varða við lög en í 7. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 er ákvæði um börn og auglýsingar. Þar kemur fram að auglýsingar verði að miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær ekki misbjóða börnum. Þá þarf að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga.

Væntanlega er það matsatriði hvort ofannefnd skilaboð misbjóði barni en þær fylltu móður barnsins óhug.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stjórn Icelandair hafnar milljörðunum hennar Ballarin

Stjórn Icelandair hafnar milljörðunum hennar Ballarin
Fréttir
Í gær

„Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020“

„Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020“
Fréttir
Í gær

Sex staðfest smit í HR

Sex staðfest smit í HR
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“