fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur misjafnar hugmyndir um hve langt það eigi að ganga í sóttvörnum og sumir eru ráðvilltir í þeim efnum. Heyrst hefur af fólki sem sótthreinsar allan varning sem það kaupir, sprittar til dæmis mjólkurfernurnar áður en þær eru settar inn í ísskáp.

Við ræddum þetta stuttlega við Vilhjálm Ara Arason heimilislækni sem mjög hefur látið sig skipta smitvarnir og matvælaöryggi. Hefur hann skrifað töluvert um það síðarnefnda í bloggdálkum Eyjunnar. Vilhjálmur bendir á að handþvottur og sprittun séu mikilvægasta almenna forvörnin. Vilhjámur segir:

„Það getur verið mikilvægt að spritta líka allar vörupakkningar sem fara óopnaðar síðan í notkun eða skammtíma geymslu, eins og t.d. í ísskápinn. Hins vegar ef vörupakkning er strax opnuð og innihald losað, skiptir meira máli að þvo og spritta hendur eftir að ytri pakkningu hefur verið fleygt í ruslið. Plastumbúðir geta verið varasamari en oft vitum við ekki hvernig varan var handfjötluð af öðrum í flutningi. Eftir geymslu í nokkurn tíma ætti hins vegar öllu að vera óhætt.“

Vilhjálmur bendir á að aðgátar sé þörf við notkun fjölnota innkaupapoka:

„Rétt er að benda á mikilvægi þess að skipta daglega um fjölnota innkaupapoka og geyma hann síðan í 2-3 daga eða þvo. Innkaupapokarnir geta nefnilega verið eins og geymslusvampur fyrir sýkla og jafnvel veirur eins og Covid-19.“

Að lokum bendir Vilhjálmur á hættuna sem snjallsímar geta valdið:

„Snjallsímar geta verið varasamir og þú ert að leggja símann frá þér hvar sem er, en veist ekki t.d. um öryggi borðplötunnar. Sérstaklega á þetta við um stærri vinnustaði og heilbrigðisstofnanir. Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín sem ber sérstaklega að varast.“

Rétt er að árétta að gegn öllum þessum hættum eru nýþvegnar og sprittaðar hendur besta forvörnin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu