fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lækna-Tómas sýnir frá krefjandi vinnuaðstæðum á gjörgæslunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 16:36

Tómas Guðbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, læknir – gjarnan kallaður Lækna-Tómas – birti í dag myndir sem sýna þær krefjandi aðstæður heilbrigðisstarfsmenn á gjörgæslunni vinna við í dag. Hann segir það ljóst að nú hefði komið sér vel að vera komin með nýjan spítala og það sé deginum ljósara að hjúkrunarfræðingar eigi betra skilið en að fá aðeins að halda vaktaálagsgreiðslum sínum í nokkra mánuði í viðbót.

„Það er þröngt á þingi þessa daganna á gjörgæsludeildum Landspítala. Nú hefði verið gott að hafa nýjan spítala með betri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. En þar sem það tók næstum tvo áratugi og tvö góðæri að koma sér saman um staðsetninguna er bara grunnurinn næstum tilbúinn!“

Tómas bendir á að þrátt fyrir þetta láti starfsmenn ekki deigan síga og leggi hart að sér.

„Allir reyna þó að gera sitt besta, eins og á stofuganginum á Hringbraut í morgun.“

Hann deilir með myndum sem sýnir hvar starfsmenn skipta um skó áður en þeir ganga inn á COVID stofur.

„Límmiðar á gólfum afmarka skóskiptasvæði og sameiginlega inn- og útgang fyrir Covid-stofur. Síðan eru vagnar á ganginum með hlífðarfatnaði sem tekur dágóða stund að klæða sig í og úr. Í honum taka hjúkrunarfræðingarnir því allt að 4 klukkustunda tarnir án þess að fá vott né þurrt, jafnvel tvisvar á dag. Í lok vaktar bíður sérstök COVID-19 sturta í eintölu.“

Myndir /Tómas Guðbjartsson – birt með leyfi

Í gær var tilkynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að framlengja tímabundið átaksverkefni Landsspítalans sem tryggir hjúkrunarfræðingum sérstakt vaktaálag fyrir að vinna utan dagvinnutíma. Tómas segir það hreinlega ekki vera nóg fyrir þetta krefjandi starf sem hjúkrunarfræðingar vinni af miklum krafti þessa daganna sem og aðra daga.

„Þetta er áhættustarf og afar krefjandi – bæði líkamlega en ekki síður andlega. Ef fólk heldur að endurheimt kaupauka til hjúkrunarfræðinga í gær sé málið (sem nota bena var tekinn af þeim nýlega og er aðeins 5% launauppbót) – þá er það algjör misskilningur. Það þarf miklu meira til og einhverja alvöru umbun. Annað er fullkomið virðingaleysi við slökkvilið í brennandi- og að auki eldgömlu húsi.“

Í samtali við DV segir Tómas að með færslunni vilji hann benda á hversu aðstaðan á Hringbraut er orðin frumstæð og við hvaða aðstæður hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna í dag.

„Þær eru algjörar hetjur og eru þarna inni í allt að fjórar klukkustundir í senn til að þurfa ekki að skipta um búninga. Við læknarnir erum miklu styttra og því er það einfaldara- en samt flókið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips