fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kvikmyndabransinn í algjörum lamasessi: „Í raun fékk hver og einn ósýnilegt uppsagnarbréf“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. apríl 2020 21:00

Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones er á meðal þeirra erlendu verkefna sem hafa komið til Íslands undanfarin ár og skapað fjölda manns atvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er frekar mikið sem þarf að breytast til að koma kvikmyndagerð af stað aftur. En við erum öll að koma upp með nýjar hugmyndir til framkvæma,“ segir Búi Baldvinsson kvikmyndargerðarmaður í samtali við DV. Staða kvikmyndagerðar hér á landi hefur gjörbreyst í kjölfar Covid-19 faraldursins: búið er að fresta eða þá hætta við flestöll verkefni á á borð við  leiknar myndir, heimildarmyndir, sjónvarpsefni og auglýsingar og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Starfsemi kvikmyndahúsa hefur raskast og búið er að blása af kvikmyndahátíðir víða um heim. Langflestir kvikmyndargerðarmenn starfa sem verktakar og því er réttindastaða þeirra á vinnumarkaði afar veik.

Nær allir hafa misst af verkefnum

Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) stóð á dögunum fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna til að grennslast fyrir um áhrif Covid-19 faraldursins á störf og afkomu þeirra sem vinna við kvikmyndagerð hér á landi.

Í niðurstöðum kemur fram að nærri því allir þáttakendur hafi lent í því á undanförnum vikum að verkefnum hafi verið  frestað eða  hætt við þau, hvort sem um var að ræða innlend eða erlend verkefni.

Sex af hverjum tíu telja sig ekki  geta haldið starfi sínu gangandi lengur en í mánuð vegna tekjumissis. Þá telur rúmlega helmingur þáttakenda að tekjur muni lækka í kjölfar faraldursins og sömuleiðis telur rúmlega helmingurinn af hópnum að þeir muni finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku.

65 prósent af hópnum telja sig þurfa aðstoð strax eða innan mánaðar.

„Margir voru búnir að sjá fram á góðar tekjur“

Búi Baldvinsson hefur starfað í kvikmyndageiranum hérlendis í fjölda ára, og lengst af í lausamennsku. Hann er eigandi framleiðslufyrirtækisins Hero Productions sem komið hefur að fjölda stórra verkefna undanfarin ár.

Í samtali við DV segir hann að fólk í „bransanum“ smeykt við óvissuna, sem enginn veit hvað muni vara lengi. Áður en Covid-19 faraldurinn skall á var fjöldi erlendra kvikmynda og sjónvarpsverkefna á leið til landsins. Nú er landslagið hins vegar breytt. Búi segir það hafa verið eitt stærsta höggið að missa af þessum stóru erlendu verkefnum. „Margir voru búnir að sjá fram á góðar tekjur.“

Búi Baldvinsson.

Í tilkynningu KMÍ á dögunum kom fram að starfsemi kvikmyndahúsa og annarra menningarstofnana  hafi raskast verulega vegna faraldursins og kvikmyndahátíðin Stockfish hefur  til að mynda þurft að aflýsa nánast öllum viðburðum hátíðarinnar og frumsýningum nýrra mynda er frestað.

Kvikmyndahátíð og markaði í Cannes hefur sömuleiðis verið frestað fram á sumar. Mörgum íslenskum myndum og aðstandendum þeirra hafði verið boðin þátttaka á öðrum alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpshátíðum sem átti að halda núna á vormánuðum en hefur verið frestað eða aflýst. Þar með riðlast allar áætlanir um sölu og dreifingu sem kemur niður á þeim framleiðendum og leikstjórum sem eiga í hlut fjárhagslega og einnig varðandi þróun og fjármögnun annarra verkefna.

Búi tekur undir þetta: „Það er mjög erfitt fyrir fólk að missa af því að fá viðurkenningar og hlýju á þessum hátíðum. Venjulega er fólk að faðmast og hrósa hvort öðru á þessum hátíðum, og það er einmitt það sem við í bransanum lifum mikið á: knús og umhyggja.“

Búi bendir jafnframt á að hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls séu ekki auðsóttar fyrir kvikmyndgerðarfólk.

„Síðan eru mjög margir í bransanum sem hafa lent í fjáhagsvandræðum og ekki náð að rífa sig alveg upp: skulda jafnvel skattinum eithvað og eru ekki með sér kennitölu fyrir vinnu sína, og geta þá ekki sótt um minkað vinnuhlutfall.“

Búi bendir á að verkefni sem hafa verið kvikmynduð á Íslandi séu ein besta landkynning sem völ er á. Samkvæmt skoðanakönnun ferðamálastofu Íslands tóku 37 prósent erlendra ferðamanna ákvörðun um heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmynd.

Þrátt fyrir að staðan sé slæm þá segir Búi að samstaðan sé mikil innan stéttarinnar.

„Flestir  eru bjartsýnir og vona að þetta opnist bráðlega. Nú erum við að byrja að ræða um að byrja að búa til eithvað til að halda sálinni gangandi.  Eins og staðan er núna þá skiptir miklu máli að fara „back to basics.“

„Leit svo gífurlega vel út fyrir mánuði síðan“

Búi tjáði sig um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð í pistli á facebook nú á dögunum. Hér fyrir neðan má finna pistil Búa í heild sinni.:

Ósýnilegt uppsagnarbréf.

Nú þegar þessir erfiðu tímar eru framundan og mikið er í umræðunni að ákveðnar starfstéttir séu að segja upp starfsfólki, og það eru til nákvæmar tölur um uppsagnir.
Við vitum vel að mörg fyritæki eru að fá á sig mikið högg, og sérstaklega þau sem eru að þjónusta erlenda aðilla þurfa að segja upp starfsfólki til að ná að lifa.

En hér er eitt sem sárvantar í þetta samhengi.
Kvikmyndaiðnaðurinn eins og hann leggur sig.
Þar starfa nánast hver einn og einasti sem verktaki, og það er erfit að segja en á sömu mínútu sem lönd ákváðu að loka landamærum sínum, fengu í raun hver og einn verktaki í kvikmyndabransanum ósýnilegt uppsagnarbréf til sín.

Þessi iðnaður leit svo gífurlega vel út fyrir mánuði síðan.
Flest framleiðslufyrirtækin voru á lokasprett að klára undirbúning fyrir stórar auglýsingar, kvikmyndir í fullri lengd og önnur stór og lítil verkefni sem hefðu veitt þessum verktökum og mikla vinnu næstu mánuðina.

Mér líður aldrei eins vel og þegar við ráðum inn til okkar starfsfólk og náum að veita vinum okkar gleði og samveru í verkefnum. Og með því besta er að greiða reikningana í lok verkefnis.

Við erum að opna gáttir til að fá inn verkefni til íslands án þess að erlendir aðillar þurfi að ferðast hingað til íslands. Og frekar nota okkar fagfólk til að sjá um allt ferlið, enda er Ísland uppfullt af hæfileikaríkum aðillum í þessum bransa. En það sem gerir þetta erfiðara er nálægð við leikara.
Þó svo að við getum fundið leiðir til að starfsfólk haldi í 2 metra regluna, þá er Hár, förðun og búningar sem þurfa að komast í návígi við leikara. Og ef það þarf að gerast þarf að finna réttar leiðir að gera það á öruggan hátt. Þetta mun að sjálfsögðu breytast þegar þessi vírus hverfur,
En þangað til er þetta erfiðasti hóllinn að klífa yfir.

Kvikmynda og auglýsingabransinn er alltaf gífurlegt lottó, það sem mjög oft er Ísland að keppast við önnur lönd um sama verkefnið, og er stannslaust verið að reyna að finna leiðir til að ná þeim til íslands. Hafa mörg verkefni verið komin það langt að búið er að ráða eða „pensla“ verktaka fyrir ákveðið verkefni, sem síðan á síðustu stundu er ákveðið af kúnnanum að fara annað vegna þess að kostnaður á íslandi var of mikill. Þá þarf að láta þá verktaka vita að það verkefni er ekki lengur til staðar. Og veit maður um sögur þar sem það hefur gerst jafnvel degi fyrir að verkefni á að byrja. Og er það gífurlega erfit fyrir einstakling sem er búin að gera ráðstafanir.

Í mörg ár hefur verið unnið að koma kvikmynda iðnaðinum í stéttarfélag til að styrkja stöðu þeirra, og er loksins útlit fyrir að það sé á lokasprett hjá FTR og biðlum við til allra verktaka í kvikmyndageiranum að skrá sig inn þar.

En við munum halda áfram að gera okkar besta að búa til atvinnu á hvaða hátt sem er til að veita í kvikmyndaiðnaðinn, og vil ég biðla til allra sem eru með hugmyndir að koma þeim áfram og framkvæma þær, og leita allr ráða til að halda hvort öðru uppteknum við að vera framtakssöm og nota okkar hugmyndarflug.

Það er erfiður tími frammundan.

En við komumst í gegnum þetta saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi