fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Anna Aurora lýsir yfir sakleysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 00:48

Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir, sem grunuð er um að hafa falsað gögn um menntun sem sjúkraliði sem hún hafi ekki, og stolið lyfjum, kveðst saklaus. Lögfræðingur hennar hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu í hennar nafni.

Sjá einnig: Meintur bakvarðarsvindlari fór mikinn á samfélagsmiðlum

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Umbjóðandi minn hefur ekki á neinum tíma falsað gögn eða villt á sér heimildir. Hún skráði sig í bakvarðasveitina til að leggja heilbrigðiskerfinu lið á þessum erfiðu tímum. Við skráningu í sveitina og á öllum stigum upplýsti hún yfirboðara sína um hvaða menntun hún hefði aflað sér og hver reynsla hennar væri. Umbj. minn hefur um árabil starfað við umönnun og hefur sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“. Hún hefur leitast eftir því við háskólayfirvöld á Íslandi að menntun hennar yrði metin svo hún gæti öðlast tilskilin starfsleyfi á Íslandi. Áður en til þess kom var óskað eftir aðstoð hennar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og varð hún við áskoruninni. Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðaðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvott o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei dult með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar.

Aðrar ásakanir á hendur umbj. mínum eru fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar.

Hún væntir þess að rannsókn lögreglu muni hreinsa hana af þessum alvarlegu ávirðingum og biður að fjölmiðlar stilli málatilbúnaði gegn henni í hóf þar til niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Umbjóðandi minn er á leið í sóttkví og bíður sameiningar við fjölskyldu sína.  Hún verður ekki til frekari svara fyrr en að lögreglurannsókn lokinni og ber hún fullt traust til lögreglunnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kennslanefnd lokið störfum – Allir hinir látnu pólskir ríkisborgarar

Kennslanefnd lokið störfum – Allir hinir látnu pólskir ríkisborgarar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mark Anthony ákærður fyrir ítrekað heimilisofbeldi – Klórför, marblettir og glerbrot

Mark Anthony ákærður fyrir ítrekað heimilisofbeldi – Klórför, marblettir og glerbrot
Fréttir
Í gær

Starbucks kallaði hana ISIS

Starbucks kallaði hana ISIS
Fréttir
Í gær

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum

Vinnuslys og óvenjulega margir árekstrar á Suðurnesjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Stefánsson vill 4 daga sóttkví strax

Kári Stefánsson vill 4 daga sóttkví strax