fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Meintur bakvarðarsvindlari fór mikinn á samfélagsmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. apríl 2020 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem handtekin var í Bolungarvík í dag, grunuð um að hafa svindlað sig inn í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða með því að framvísa fölsuðum gögnum um menntun sem sjúkraliði, og fyrir að lyfjastuld, heitir Anna Aurora Waage Óskarsdóttir. Hún er fædd árið 1983.

DV hefur þetta eftir öruggum heimildum en ennfremur birti RÚV í kvöldfréttum mynd  af Önnu Auroru sem hún hafði birt á Instagram. RÚV nafngreindi hana hins vegar ekki. Myndin sýnir Önnu Auroru í búningi hjúkrunarfræðings og segist hún vera að fara að „hjúkkast“. Hún hefur hins vegar ekki réttindi sem hjúkrunarfræðingur frekar en sjúkraliði.

Anna Aurora hefur verið virk í starfi Framsóknarflokksins og sat til skamms tíma í stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, þar sem hún var búsett áður en hún flaug vestur til að taka þátt í störfum bakvarðasveitarinnar í Bolungarvík en þar fékk hún starf sem sjúkraliði á Hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík.

Anna Aurora hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum og birt þar myndir og ummæli um störf sín í bakvarðasveitinni. Forsíðumynd hennar var skreytt slagorðinu „Við erum öll Almannavarnir“ en hún tók myndina út rétt eftir lögregluyfirheyrsluna fyrir vestan í dag, en Anna Aurora var látin laus úr haldi lögreglu eftir yfirheyrsluna.

Fyrir skömmu birti Anna Aurora bréf sem forseti Íslands sendi til bæjarstjóra Bolungarvíkur þar sem forsetinn lofar Bolvíkinga fyrir dugnað þeirra í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn auk þess sem hann vísar til þess að maður lést af COVID-19 á Hjúkrunarheimilinu í Bolungavík.

DV reyndi ítrekað að ná sambandi við Önnu Auroru við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak
Fréttir
Í gær

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða

Ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“