fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Tala smitaðra komin upp í 737 – Mörg sýni tekin í gær þrátt fyrir pinnaskort

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu og níu ný smit af völdum COVID-19 greindust hér á landi í gær. Þar af voru 88 á veirufræðideild Landspítalans og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Nákvæm tölfræði er á covid.is en Fréttablaðið fer einnig yfir málið.

Fimmtán liggja veikir af veirunni  á Landspítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og einn í öndunarvél.

Faraldurinn er í vexti, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi landsins.

Athygli vekur að tæplega eitt þúsund sýni voru tekin í gær og Íslensk erfðagreining hóf skimun sína aftur eftir örstutt hlé. Færri sýni hafa verið tekin undanfarið vegna skorts á sýnatökupinnum. Því miður hefur það vandamál ekki verið leyst. DV hafði samband við Kjartan Hrein Njálsson, upplýsingafulltrúa Landlæknis, sem sagði það bara vera tímaspursmál hvenær nýir pinnar kæmu til landsins:

„Pinnarnir hjá okkur eru alls ekki búnir. Bæði veirufræðideildin og ÍE hafa metið stöðuna svo að hægt væri að ganga á birgðirnar í gær. Það er á hreinu að við munum fá pinnana en það tekur tíma því boðleiðir eru hægari þessa dagana. Þessir pinnar eru margvíslegir og við viljum fá pinna sem við þekkjum, höfum notað áður og eru af hæstu mögulegu gæðum.“

Segir Kjartan að leitað sér allra úti í heimi til að mæta eftirspurninni eftir sýnatökupinnum . Margir séu að bjóða pinna en vandasamt er að velja réttu pinnana og fá þá sem óskað er eftir.

Eins og áður hefur komið fram reyndust sýnatökupinnar sem stoðtækjafyrirtækið Össur átti á lager ekki standast gæðakröfur eins og vonir stóðu til.

Uppfært – nýir pinnar komnir

Á upplýsingafundi dagsins kom fram að 2.000 pinnar koma til landsins í dag og fleiri í vikunni. Ekki er pinnaskortur í augnablikinu. Einnig liggur ekki endanlega ljóst fyrir hvort sýnatökupinnarnir frá Össuri standast gæðakröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Í gær

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri