Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sean Aloysius Marius Bradley. Hann hefur ekki séðst frá árinu 2018 en hann var búsettur á Selfossi.
Eftir því sem lögregla kemst næst þá hélt hann til Malaga á Spáni árið 2018. Tilkynning lögreglunnar hljóðar svo:
„Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sean Aloysius Marius Bradley sem fæddur er 22. apríl 1957 og skráður til búsetu að Austurvegi 34 á Selfossi. Sean er 167 sm hár. Hann er hreyfiskertur og á gengur einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Eftir því sem næst verður komist hélt hann til Malaga á Spáni í júni 2018 en ekki hefur frést af honum eftir það eða tekist að staðfesta hvar hann kunni að vera.“
Lögreglan segir að ættingjar hans óski eftir því að lýst verði eftir honum. „Nánustu ættingjar Sean eru búsettir í Bretlandi og hafa óskað eftir því að líst verði eftir honum á alþjóðaavísu. Þeir sem mögulega kunna að hafa upplýsingar um hvar Sean Bradley er að finna eða ferðir hans eru beðnir að koma þeim upplýsingum til lögreglunnar á Suðurlandi á netfangið sudurland@logreglan.is eða í síma +354 444 2000.“