Mánudagur 30.mars 2020
Fréttir

„Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Inga Sæland um tíðindin af Coronu-veirunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef alltaf sagt að ég voni það besta og mér þykir frekar leiðinlegt þegar verið er að halda því fram að ég hafi sagt eitthvað sem ég hef ekki sagt,“ segir Inga Sæland í viðtali við DV í tilefni þess að fyrsti Íslendingurinn hefur verið greindur með COVID-19 veiruna. Inga Sæland hefur verið harðorð um framgöngu yfirvalda í málinu og sjálf hefur hún verið gagnrýnd fyrir tillögur sínar um aðgerðir gegn veirunni. Inga segir hins vegar að orð hennar hafi verið rangfærð.

„Þetta kemur ekki á óvart, hins vegar hef ég áhyggjur af því hvernig við stöndum núna þegar við þurfum að takast á við alvöruna,“ segir Inga.

Inga segist aldrei hafa sagt að loka ætti landinu, hins vegar ætti að loka því fyrir ferðamönnum frá sýktum svæðum. Sérstaklega hafi það gilt um Kína á meðan útbreiðsla veirunnar var takmörkuð við það land.

Hún stendur við gagnrýni sína á sóttvarnalækni sem hún segir hafa gefið frá sér misvísandi upplýsingar. „Í janúar gaf hann út að veiran smitaðist líklega ekki milli manna. Síðan kom yfirlýsingin um að við værum ekki smitberar á meðan við gengjum með veiruna án einkenna.“

Inga hefur óskað eftir fyrirspurnartíma á Alþingi með heilbrigðisráðherra í næstu viku þar sem hún ætlar að leggja fyrir Svandísi fjórar spurningar. Er hún vongóð um að ráðherrann taki þessu boði.

„Við Íslendingar erum ein stór fjölskylda og ég hef fulla trú á því að við tökum höndum saman og sigrumst á þessari vá,“ segir Inga. Hins vegar telur hún fráleitt að líkja veirunni við svínaflensuna. „Munurinn er sá að við vitum ekkert um þessa veiru. Núna eru komin fram tvö dæmi um einstaklinga sem mynda ekki mótefni gegn henni og hafa fengið hana aftur. Það bendir til að hér sé stökkbreyting á ferðinni.“

Inga telur að undirbúningur fyrir komu veirunnar hafi gengið of hægt. „Að setja upp einn gám þar sem hægt er að sinna einum eða tveimur sjúklingum, það er ekki nóg.“

„Maður verður líka uggandi eftir að Norðmenn gáfu út að þeir vænti þess að 25% þjóðarinnar smitist. Við skulum vona að enginn sem smitast hér á landi deyi. Ég er enginn sérfræðingur en sá spyr sem ekki veit. Við erum hrædd og erum að takast á við óþekktar aðstæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúðarhúsi á Stokkseyri

Eldur í íbúðarhúsi á Stokkseyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dæmdur búðarþjófur fær uppreisn æru

Dæmdur búðarþjófur fær uppreisn æru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk áróðurssíða fær á baukinn fyrir innlegg um COVID-veiruna – „Setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt“

Íslensk áróðurssíða fær á baukinn fyrir innlegg um COVID-veiruna – „Setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19