fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Anna segir kvöldið sem Guðmundur lést hafa verið hræðilegt: „Reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, sem er lesendum DV að góðu kunn, minnist fallins félaga, Guðmundar Arnar Guðbjartssonar, sem lést sviplega á Tenerife á dögunum. Guðmundur var veitingarmaður á eyjunni en hann var bráðkvaddur fyrir tæpum mánuði aðeins 53 ára gamall. Guðmundur þjáðist af sykursýki. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í dag.

Anna minnist þess á Facebook hve hlýlega Guðmundur tók á móti henni þegar hún kom á veitingastað hans og Ingifríðar Rögnu Skúladóttur, sambýliskonu hans.

„Síðastliðið sumar kom ég öðru sinni í lífinu til Tenerife og í þetta sinn til lengri dvalar. Einhvern fyrstu dagana frétti ég að til stæði að opna íslenskan bar í Los Cristianos, einungis í örfárra mínútna fjarlægð að heiman frá mér. Ég rölti þangað og hitti fyrir væntanlegan rekstrarstjóra Barsins og við áttum stutt samtal og skemmtilegt þar sem hann nefndi slæleg vinnubrögð innfæddra við að innrétta Bar-Inn að sinni hugmynd, en jafnframt var þetta í fyrsta sinn sem ég hitti Gumma. Ingu konu hans hitti ég svo í fyrsta sinn nokkrum dögum síðar úti í Nostalgíu. Í báðum tilfellum varð þetta vinátta við fyrstu kynni,“ segir Anna.

Sjá einnig: Guðmundur er látinn – Íslendingasamfélagið á Tenerife harmi slegið

Hún segist hafa varið gamlárskvöldi með Guðmundi og eiginkonu hans. „Þegar Bar-Inn opnaði loksins 28. september 2019 var ég að sjálfsögðu meðal fyrstu gestanna og hefi verið fastagestur allar götur síðan. Gummi sá um að bera í mig bjórinn, hvítvínið og sódavatnið, Inga fór með mér í verslunarmiðstöðvarnar. Gamlárskvöldi varði ég með þeim yfir veislumat og Áramótaskaupi áður en gengið var niður á strönd og áramótum fagnað,“ segir Anna.

Útför Guðmundar fer fram í dag í Garðabæ sem fyrr segir og sendir Anna samúðarkveðjur yfir hafið.

„Kvöldið sem Gummi lést var hræðilegt, auðvitað langverst fyrir Ingu en einnig virkilega erfitt fyrir okkur hin sem vorum hjá henni þetta kvöld, að fylgjast með sjúkraliði stumrandi yfir Gumma, síðan lögreglu og rannsóknaraðila og enginn opinber aðili hafði rænu á að styðja Ingu á einni af erfiðustu stund lífs hennar nema kannski fáeinir vinir þeirra sambýlinganna sem reyndum okkar besta en gátum lítið annað gert í vanmætti okkar en að halda í hönd hennar og bjóða fram öxl til að gráta við. Úr fjarlægð mun ég deila útför Gumma í nánu samneyti við tvær kisur þeirra Ingu, Knúsu og Klóa, veita þeim aukaskammt af harðfiski og senda fallegar hugsanir og samúðarkveðjur yfir hafið og heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans