Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Lítil handknattleiksdeild á Ísafirði sakar Þór um að hafa valdið sér óbærilegum kostnaði – „Hafið skömm fyrir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði sakar Þór Akureyri um að hafa valdið því með stífni sinni að félagið sat uppi með 400 þúsund króna kostnað af einum bikarleik. Eftir því sem segir í yfirlýsingu félagsins á Facebook-síðu þess er þetta fáheyrður kostnaður af bikarleik og nokkuð sem félagið ræður ekki við. Er hann tilkominn vegna þess að Þórsarar neituðu að keyra til Ísafjarðar á bikarleikinn, nokkuð sem Harðarmenn segja vera venju, og tóku flug. Heimalið ber ferðakostnað gestaliðs í bikarkeppni og taldi mótanefnd HSÍ að um væri að ræða réttmætan kostnað.

Harðarmenn spyrja hvort það eigi að bitna á starfi Harðar að leikmenn Þórs nenni ekki að keyra á útileik. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Í reglum HSÍ – Handknattleikssamband Íslands um bikarkeppni segir að réttmætur ferðakostnaður skuli skiptast milli liða og leikur gerður upp innan 7 daga.

Þegar Þór Akureyri mætti í bikarkeppninni til Ísafjarðar í október hafði aldrei neitt lið fært rök fyrir því að þeirra kostnaður væri meiri en sá að Hörður hefði þurft að greiða 140.000 kr. Félög hafa komið hingað akandi, fengið góðar móttökur og farið heim sátt. Fengið greitt í samræmi við sinn kostnað og allir skilið sáttir.

Svo var ekki eftir umræddan leik. Í janúar byrjun kemur reikningur frá Þór þar sem að þeirra mati var kostnaður við leikinn rétt rúmlega 800þ. Þar af eru greiðslur til aðila sem eru styrktaraðilar Þórs 650þ.

Mótanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða réttmætan kostnað. Kostnaður Harðar er því rétt rúmlega 400þ vegna þessa leiks. Afþví að Þórsarar vildu ekki keyra þá á það að bitna á starfi Harðar sem er í einhverri erfiðustu stöðu íslenskra félaga. Ekkert félag er nær Herði heldur en 445 km. Segir sig sjálft að félagið ræður ekki við að borga 400þ fyrir einn heimaleik. Þórsarar vissu það alveg og hafa m.a. vísað til þess að þetta sé réttlætanlegt þar sem Hörður vildi ekki spila leikinn á útivelli. En Hörður var heimalið – afhverju ætti félagið að þurfa að spila á útivelli?

Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar.

Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ.

Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd.

Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunnni er farin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftirför í miðborginni

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“