Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fréttir

Nýr sjóveikihermir tekinn í notkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var tekinn formlega í notkun í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, í Háskólanum í Reykjavík. Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs Háskólans í Reykjavík, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í aðstöðunni er sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira.

Paolo Gargiulo, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Taugalífeðlisfræðistofnunar Háskólans í Reykjavík segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur tæknibúnaður sé tekinn í notkun í rannsóknum og tengdur við mælingar með þráðlausum heilarita, vöðvarita og hjartsláttarnema. Markmiðið sé að byggja upp einstakan gagnabanka þar sem mælingar á lífeðlisfræðilegum þáttum hjá einstaklingum séu tengdar við einkenni hreyfiveiki. „Þessi aðstaða hér er einstök á heimsvísu og veitir Íslendingum tækifæri til að verða leiðandi í rannsóknum á hreyfiveiki,” segir Paolo.

Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffærafræði við Læknadeild, er frumkvöðull í rannsóknum á hreyfiveiki. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að hreyfiveiki og hlutverki innra eyra mannsins og annarra skynþátta við að stjórna uppréttri stöðu. Hann segir að sýndarveruleikahluti sjóveikihermisins hafi í fyrstu verið þróaður til endurhæfingar en tengingin við hreyfieiningu búnaðarins eigi að þjálfa einstaklinga í hreyfiríku umhverfi. „Hermirinn verður einnig notaður til að öðlast betri skilning á eðli hreyfiveiki og í framhaldinu verður hann notaður til að bæta meðferðar- og þjálfunarúrræði,” segir Hannes.

Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn var einnig hleypt af stokkunum í dag. Fjörutíu heilbrigðir einstaklingar munu taka þátt í henni. Könnuð verða áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallar kröftugustu einkenni hreyfiveiki. Áhrifin verða metin út frá niðurstöðum spurningalista og mælinga á lífeðlisfræðilegum þáttum.

Hreyfiveiki felst í nokkuð algengum einkennum sem fylgja því að ferðast um í farartæki. Sjóveiki og bílveiki eru þekktastar enda eru áhrif þeirra mjög afgerandi. Með tilkomu nýrrar tækni hafa komið fram nýjar gerðir hreyfiveiki, svo sem við notkun sýndarveruleika, við tölvuleikjaspilun og þegar einstaklingar eru þjálfaðir í hermiumhverfi fyrir t.d. flugvélar og skip. Þar er samnefnarinn sá að einstaklingurinn er hreyfingarlaus meðan sjónsviðið er kvikt.

Helsta kenningin sem notuð hefur verið til að skýra hreyfiveiki er skynárekstrakenningin, þ.e. að sú skynjun sem leggur grunn að kerfi stöðustjórnunar passi ekki við hreyfingar einstaklingsins sem upplifir hreyfingu. Þegar hreyfiveiki gerir vart við sig ræsast aðlögunarferlar í viðtökum stöðustjórnunar og í miðtaugakerfi, til að tryggja færni í hinu óblíða hreyfiríka umhverfi. Að þekkja og skilja þessa aðlögunarferla er lykillinn að meðhöndlun hreyfiveiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“
Fréttir
Í gær

Horft til Íslands með staðsetningu nýrrar ofurtölvu bresku veðurstofunnar

Horft til Íslands með staðsetningu nýrrar ofurtölvu bresku veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Draumabrúðkaup Daníels við Kleifarvatn endaði á pizzastað – „Ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta“

Draumabrúðkaup Daníels við Kleifarvatn endaði á pizzastað – „Ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“