fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
FréttirLeiðari

Er pabbi þinn heima? Vol. 2

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 12. desember 2020 15:00

Tobba Marinós - Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs DV 11. desember 2020

Ég varð 36 ára gömul í vikunni en fann mig engu að síður í sömu stöðu og þegar ég var þrítug, tvítug og tíu ára. Mér eldri karlmaður vildi ræða við annan karlmann um mín störf. Ég hef áður skrifað um það sem ég kalla „Er pabbi þinn heima?“ heilkenni en það var fyrir sléttum sex árum og þá var ég að furða mig á því að ég væri enn að lenda í slíkum aðstæðum. Þá var ég framkvæmdastjóri markaðssviðs Skjásins og var mætt á fund með manni sem ég var að íhuga að stunda stórtæk viðskipti við.

Ég lokaði dyrunum á fundarherberginu, settist við borðið og hóf fundinn. Það voru ekki liðnar fimm mínútur þegar maðurinn, sem er alla jafna kurteis og skemmtilegur, sagði: „Ég bjóst nú við að forstjórinn sæti fundinn.“ Með þessu fylgdi: „Er pabbi þinn heima?“-svipurinn. Þessi ágæti maður sem er þó nokkuð eldri en ég var að vísa í karlkyns forstjóra á svipuðu reki og hann sjálfur. Hann vildi sem sagt eiga „karlaspjall“. Sami maður vísaði í mig stuttu seinna í símtali við forstjórann sem „stelpuna“ þar sem hann setti út á störf mín og benti á að ég ætti að vera í sjónvarpi – ekki á skrifstofu. Ég held að hann hafi séð það sem hrós.

Áðurnefnt heilkenni einkennir oft eldri karlmenn sem treysta sér illa til að tala við konur, sérstaklega ef þær eru yngri en þeir. Heilkennið lýsir sé meðal annars í ótta eldri manns sem horfir yfir öxlina á konum í von um að finna annan eldri mann til að mynda augnsamband og ræða við.

Það var svo í liðinni viku sem þjóðþekktur maður, sem er alla jafna þeyttur rjómi, hafði samband við eiginmann minn til að ræða starf mitt og verkefni dagsins. Þetta fannst mér ömurlegt. Atvikið þótti mér niðurlægjandi fyrir annars frábæran mann að ræða við eiginmann minn um mín störf. Störf sem téður eiginmaður hefur ekkert með að gera og ég hef reynt að setja hann sem minnst inn í.

Ég hefði tekið því vel að ræða og útlista málið beint við manninn þó það reyndar hafi alls ekki fjallað um hann, heldur dóttur hans. En jú, pabbi hefur samband við eiginmann ritstjóra.

Ég held því alls ekki fram að þetta tilvik, né það sem fyrr er rætt, sé sprottið af slæmum ásetningi eða dónaskap. Þetta er gamli hugsunarhátturinn sem er svo baneitraður. Ég er þrjátíu og fokking sex ára! Ekki klaga mig í eiginmann minn, pabba minn, eða aðra mér eldri karlmenn á svæðinu. Ekki tala fram hjá mér á fundum og ekki voga þér að halda að ég geti ekki talað mínu máli og gert heilkennið í þér fokhelt ef þarf.

Nei! Pabbi minn er ekki heima!

Leiðari þessi birtist í tölublaði DV þann 11. desember.

Er pabbi þinn heima? Vol. 1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstoðuðu erlendan ferðamann sem festi bíl sinn í á

Aðstoðuðu erlendan ferðamann sem festi bíl sinn í á
Fréttir
Í gær

Mögnuð frásögn Þórðar af björgunaraðgerðum í Langjökli – „Þetta hljómar og lítur mjög illa út“

Mögnuð frásögn Þórðar af björgunaraðgerðum í Langjökli – „Þetta hljómar og lítur mjög illa út“
Fréttir
Í gær

Skothvellir trufluðu málsmeðferð Landsréttar á skotárásinni á Egilsstöðum

Skothvellir trufluðu málsmeðferð Landsréttar á skotárásinni á Egilsstöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Friðfinns telur tvo þekkta aðila úr undirheimum helst geta upplýst um málið – „Þetta eru menn sem svífast einskis“

Faðir Friðfinns telur tvo þekkta aðila úr undirheimum helst geta upplýst um málið – „Þetta eru menn sem svífast einskis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullkomin vopn streyma til Úkraínu frá Frakklandi

Fullkomin vopn streyma til Úkraínu frá Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Menn að taka myndir af húsum og ökumenn í vímu

Menn að taka myndir af húsum og ökumenn í vímu