fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Málaferli gegn eigendum Finnsku búðarinnar – Fengu greiddar milljónir skömmu fyrir gjaldþrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 10:00

Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómar voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir þremur eigendum verslunarinnar Finnska búðin sem meðal annars var starfrækt á Laugavegi og í Kringlunni en varð gjaldþrota árið 2019. Þrotabú fyrirtækisins krafðist þess að rift yrði meintun gjafagerningi við eigendurna þrjá og voru kröfur þrotabúsins samþykktar fyrir dómi að mestu leyti.

Riitu Anne Maari Kaipainen var sögð hafa fengið greiddar tæplega fjórar milljónir í átta greiðslum á tímabilinu 10. desember 2018 til 6. febrúar 2019. Dómurinn rifti greiðslunum og Riitu var dæmd til að endurgreiða þrotabúinu upphæðina. Þá þarf hún að greiða 650.000 í málskostnað.

Annar eigandi búðarinnar, Satu Liisu Maria Raemö, var krafin um endurgreiðslu á 3 milljónum í þrotabúið. Um var að ræða tvær millifærslur, aðra frá desember 2018 og hina frá janúar 2019. Var þessum greiðslum rift og stefnda dæmd til að endurgreiða þrotabúinu upphæðina auk 650.000 króna í málskostnað.

Þriðji eigandinn er Piia Susanna Meeaeleae. Krafist var riftunar á meintum gjafagjörningi til hennar sem fram fór með kaupum á 26 gjafakortum frá Landsbankanum að upphæð 1.690.000 krónur. Þá var krafist riftunar og endurgreiðslu á millifærslum frá Finnsku gjafabúðinni til Piiu að upphæð tæpar 3 milljónir.

Niðurstaða dómsins var að Piia var sýkn af kröfu um riftun á kaupum á gjafakortunum. Hins vegar var rift millifærslum Finnsku gjafabúðarinnar til hennar upp á samtals tæplega 3 milljónir króna og þarf hún að endurgreiða þrotabúinu þá upphæð. Málskostnaður var hins vegar felldur niður í máli Piiu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“