Átta greindust í gær með Covid-19 innanlands. Það er ívið meira en síðustu daga en daginn áður greindust 7 og þar áður 4.
Helmingur þeirra sem greindist var í sóttkví við greiningu. Það er mesti fjöldi greininga utan sóttkvíar síðan 1. des.
Af þeim átta sem greindust voru fjórir greindir í sýnatöku vegna einkenna, og hinir fjórir í handahófs- eða sóttkvíssýnatöku. Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær, og er það meiri fjöldi en undanfarna daga. Ekki hafa fleiri sýni verið rannsökuð síðan 30. nóvember.
Sjö greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í fjórum tilfellum. Þrjú smitanna eru staðfest virk smit.