fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. desember 2020 17:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fimmtugur maður í Reykjanesbæ hefur verið ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn lögreglumönnum og fyrir vopnalagabrot. Meint brot áttu sér stað síðastliðið vor.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi að lögreglumanni og veitt honum högg í andlit og skömmu síðar skallað aftur fyrir sig í andlit hans með þeim afleiðingum að hann hlaut brot í kanti á tönn og yfirborðssprungu á fleti sömu tannar, auk mikilla verkja í kjálka beggja vegna.

Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa ráðist á annan lögreglumann og skallað hann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og bólgu yfir vinstra kinnbeini.

Ennfremur er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni og reynt að selja í leyfisleysi gasknúna skammbyssu. Hann hafi jafnframt haft í fórum sínum fimm pakkningar af málmkúlum og 10 gashylki sem hann geymdi undir sófa á heimiliu sínu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 14. desember kl. 15:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“