fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Fréttir

Sakar héraðsdóm um gerendameðvirkni í nauðgunarmáli – „Enn einu sinni er nauðgarinn orðinn að fórnarlambi í íslensku réttarkerfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 18:00

Héraðsdómur Vestfjarða. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn einu sinni er nauðgarinn orðinn að fórnarlambi í íslensku réttarkerfi,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari, í tilefni af dómi í nauðgunarmáli sem féll við Héraðsdóm Vestfjarða á föstudaginn. Dóttir Guðbjörns var þolandi nauðgunar og tjáði hann sig um það mál og afstöðu réttarkerfisins til kynferðisbrota í viðtali við DV árið 2017.

Guðbjörn segir ennfremur um dóminn, sem við fjöllum um hér að neðan:

„Fyrir vikið er ekki annað hægt að hafa ógeð á dómsvaldinu, sem virðist ekki hafa áhuga á að réttlætis sé leitað fyrir fórnarlömb nauðgana.
Það er sorglegt að þurfa að horfa upp á þetta eftir alla umræðuna undanfarin ár.“
Í dómnum var maður fundinn sekur um að hafa misnotað mjög gróflega traust vinkonu sinnar er hann fór með hendi undir nærbuxur hennar er hún svaf og stakk fingri inn í leggöng hennar. Konan vaknaði við aðfarirnar, sagði vinum sínum frá því sem hafði gerst og kærði málið til lögreglu.
Maðurinn hélt því fram að vinkona hans hefði verið vakandi er hann hóf þessar tilfæringar og hafi ekki brugðist illa við í fyrstu. Hélt hann því jafnframt fram að hún hafi verið í efnislitlum og eggjandi klæðnaði. Konan hélt því hins vegar fram að hún hafi verið kappklædd miðað við að hún var að leggjast til svefns.
Konan og maðurinn voru trúnaðarvinir og hafði hún trúað honum fyrir ýmsum vandamálum sínum. Hún hafði hins vegar engan áhuga á ástarsambandi við hann. Maðurinn taldi ekki útséð um samband, hafði áhuga, en hafði ekki látið reyna á áhuga konunnar. Þetta kvöld má segja að hann hafi þröngvað sé heim til konunnar og var hann drukkinn. Hún umbar að hann legðist til svefns í rúmi hennar og lagðist sjálf til svefns við hlið hans. Hún vaknaði síðan við framangreindar aðfarir. Rak hún hann á dyr í kjölfarið.

Vorkunnsemi héraðsdóms

Héraðdómi þótt skýrt, að virtum framburði konunnar og framburði vitna, meðal annars fagfólks sem konan leitaði til vegna áfallsins af kynferðisbrotinu, að atburðarás hefði verið eins og konan lýsti henni. Var maðurinn fundinn sekur. Í niðurstöðu dómsins segir síðan:

„Eins og mál þetta horfir við dóminum hefur brot ákærða ekki aðeins markað djúp spor í sálarlíf brotaþola heldur og sálarlíf ákærða og valdið þeim báðum miklu áfalli. Vinskapur þeirra virðist hafa verið náinn og þeim báðum mjög dýmætur. Þau áttu trúnað hvors annars og litu á hvort annað sem sinn besta vin. Bæði voru gersamlega niðurbrotin þegar þau gáfu skýrslur fyrir dómi og er það álit dómsins að eftir standi tveir laskaðir einstaklingar, sem líði enn í dag afskaplega illa og muni seint jafna sig á því sem ákærði gerði umrædda nótt. Framburður vina þeirra og fjölskyldumeðlima styður þá ályktun.
Að öllu þessu gættu hefur dómurinn, eins og hér stendur sérstaklega á, verulegar efasemdir um að afplánun refsingar geti þjónað sérstökum hagsmunum brotaþola eða almennum hagsmunum annarra. Þykir því rétt að ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.“
Sem fyrr segir blöskar Guðbirni þessi vorkunnsemi héraðsdóms með gerandanum. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma
Fréttir
Í gær

Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“

Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum birtir öryggisráðstafanir – „Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi“

Lögreglan á Vestfjörðum birtir öryggisráðstafanir – „Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir segir að þetta fólk sé ástæðan fyrir því að hann fór í almannavarnir – „Flóttamaður í eigin landi“

Víðir segir að þetta fólk sé ástæðan fyrir því að hann fór í almannavarnir – „Flóttamaður í eigin landi“