fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Tveir þrautreyndir fréttamenn í hópi þeirra sem sagt var upp á RÚV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Hlíðar Harðarson, Pálmi Jónasson og Úlla Árdal eru þeir þrír fréttamenn sem sagt var upp í hagræðingaraðgerðum RÚV. Ýmsir aðrir starfsmenn fá skert starfshlutfall og aðrir eru færðir til.

Jóhann og Pálmi eru þrautreyndir fréttamenn. Jóhann hefur starfað í erlendum fréttum en Pálmi verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Spegillinn.

Úlla Árdal er með minnstu starfsreynsluna af þessum þremur en hún kom til starfa á RÚV árið 2019. Hefur hún vakið athygli fyrir snörp fréttaskrif.

Jóhann vildi ekkert tjá sig um málið er DV hafði samband. Úlla Árdal staðfesti uppsögnina í símtali en vildi engu svara um það hvort hún ynni uppsagnarfrest eða hætti störfum strax. Ekki náðist í Pálma við vinnslu fréttarinnar.

Í skriflegu svari til Vísir.is segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri að uppsagnirnar séu tilkomnar vegna niðurskurðar. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir hún.

Segir Rakel jafnframt að heildarskerðingin á fjármagni til fréttastofu RÚV jafngildi níu stöðugildum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“