fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Hárgreiðsla, ljósabekkir, nudd og snyrtiþjónustu leyfileg á miðnætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 17:02

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um samkomutakmarkanir vegna COVID-19. Þá verður starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa, sólbaðsstofa, snyrtistofa og sambærilegra aðila leyfileg á ný. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða áfram lokaðar.

Nokkrar sólbaðsstofur verða með miðnæturopnun vegna þessa. Þetta kemur fram í frétt á vef Fréttablaðsins. Sólbaðsstofan Stjörnusól í Hafnarfirði og Kópavogi verður með miðnæturopnun og er nú þegar fullbókað á stofunni til klukkan hálf fjögur í nótt. Sólbaðsstofan Sælan í Kópavogi opnar einnig á miðnætti en opið verður til sex í fyrramálið. Grímuskylda er á stofunum og tíu manna fjöldatakmörkun.

Biðlistar eru á flestum hárgreiðslustofum og þeir sem áttu bókaða tíma á því tímabili þegar lokað var ganga fyrir. Þurfa þó margir þeirra að bíða töluvert lengi eftir klippingu. Íþróttastarf barna og unglinga verður einnig leyfilegt á ný frá og með miðnætti en lesa má um tilslakanirnar sem taka gildi frá og með 18. nóvember á vef Stjórnarráðs Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK