fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Hugvitsamur fjársvikari dæmdur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til endugreiðslu fjármuni sem hann sveikt út upp á um 850 þúsund krónur.

Ákæran var í tveimur liðum. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir skjalafals, fyrir að hafa átta sinnum framvísað í útibúum Íslandsbanka yfirlýsingum vegna útborgunar orlofsfjár utan orlofstíma, útgefnum af Myllunni, af tilteknum orlofsreikningi. Tók hann með þessum hætti út samtals 722 þúsund krónur.

Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að hafa með blekkingum tekið út þrisvar sinnum af bankareikningi annars einstaklings úr Íslandsbanka að Höfðabakka, samtals 126 þúsund krónur, og villti hann þá á sér heimildir.

Maðurinn hefur hlotið einn refsidóm áður en það hafði ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Jákvæð áhrif hafði á niðurstöðu að maðurinn játaði brot sín skýlaust.

Niðurstaðan er sem fyrr segir 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi en auk þess þarf maðurinn að greiða Íslandsabanka  um 850 þúsund krónur og 91 þúsund í málskostnað.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“