fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hugvitsamur fjársvikari dæmdur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til endugreiðslu fjármuni sem hann sveikt út upp á um 850 þúsund krónur.

Ákæran var í tveimur liðum. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir skjalafals, fyrir að hafa átta sinnum framvísað í útibúum Íslandsbanka yfirlýsingum vegna útborgunar orlofsfjár utan orlofstíma, útgefnum af Myllunni, af tilteknum orlofsreikningi. Tók hann með þessum hætti út samtals 722 þúsund krónur.

Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að hafa með blekkingum tekið út þrisvar sinnum af bankareikningi annars einstaklings úr Íslandsbanka að Höfðabakka, samtals 126 þúsund krónur, og villti hann þá á sér heimildir.

Maðurinn hefur hlotið einn refsidóm áður en það hafði ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Jákvæð áhrif hafði á niðurstöðu að maðurinn játaði brot sín skýlaust.

Niðurstaðan er sem fyrr segir 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi en auk þess þarf maðurinn að greiða Íslandsabanka  um 850 þúsund krónur og 91 þúsund í málskostnað.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“