Landsbankinn hefur lokað á gagnaflæði frá Meniga og þar með dregið sig úr þjónustunni sem gerði notendum Arion appsins mögulegt að sjá stöðu og hreyfingar reikninga frá Landsbankanum í Arion appinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka til viðskiptavina og þar segir jafnframt:
„Arion harmar þetta enda hafa þúsundir viðskiptavina Arion banka notað Arion appið til að sjá stöðu og hreyfingar á reikningum sínum hjá Landsbankanum.
Flutningur fjárhagsupplýsinga frá Meniga til Arion banka byggir á rétti einstaklinga til að fá persónupplýsingar um sig fluttar á milli ábyrgðaraðila samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.“